Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 167

Andvari - 01.01.2009, Page 167
ANDVARI FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU 165 að, en trúlega hefur frændi þeirra Grímur Laxdal gerzt fylgdarmaður nema þær hafi komizt með skólapiltum. Aðeins eins atviks er getið úr ferðinni: þær voru við messu á Víðimýri, og sáu þá nokkra norðurreiðarmenn, og þótti þeim systrum þeir ekki upplitsdjarfir.9 Það mun ekki hafa ráðizt fyrr en suður var komið, að þær hættu við sigl- ingu. Síra Árni í Görðum skrifaði í septemberlok: „Nú trúi eg sé afráðið, að þær verði á Bessastöðum í vetur og stundum í Reykjavík hjá sra Ásmundi. Sú eldri systranna er eftirmynd föður síns.“10 í febrúar 1850 minntist Ingibjörg á Bessastöðum á systurnar í bréfi til Gríms sonar síns, segir, að þær hafi oft verið sér til gleði og séu efnilegri „og betur að sér um alla hluti“ en aðrar stúlkur, sem hún þekki og bætir við: „Og vissi eg það, að önnur hvor þessara væri konuefni þitt, þá þyrði eg að vera í horninu hjá þér, og þó þú værir í Belgíu. Þessar stúlkur fara heim í sumar, ef fært verður á milli “u Skyldi Ingibjörgu hafa verið ljóst, hvern hug Gústa bar til frænda síns og fyrrum leiðbeinanda um bókmenntaleg efni? Emilía Meyer mágkona Gústu lætur að því liggja áratugum síðar, að Grímur hafi „raskað sálarró“ hennar svo, að bætur fengjust ekki á. Emilía kvaðst ekki skilja, að svo dugmikil ágæt- iskona skyldi hrífast svo af Grími. „Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir“, skrifar hún, en bætir við, að Grímur hafi líklega aldrei orðið verulega snortinn af ást, en hins vegar vakið tálvonir hjá mörgum konum. Álit Emilíu á Grími átti eftir að breytast.12 Þóra fór til Hafnar síðsumars 1850. Ágústa varð eftir hjá föðursystur sinni. „Ekki gat hún séð af báðum systrunum í einu“, skrifaði Guðrún Þorgrímsdóttir bróður sínum. „Mér sýnist Ágústa vera rækalli lík þér í sjón og líkast til í gáfum líka. En Thora er mikið ólík systur sinni, nema í gáfum, hana vantar þær víst ekki.“13 Ingibjörg skrifar syni sínum í febrúarlok 1851: „Ágústa mín er eftir, mér til skemmtunar. Hún er sérlega góð stúlka. ... Hún er að kenna tveimur börnum Guðrúnar systur þinnar.“14 Grímur Thomsen kom heim sumarið 1851. Þá hafa þau frændsystkin verið samvistum. Síra Árni Helgason orðar komu Gríms á dálítið sérstæðan hátt: „Að magister G. Thomsen var hér í sumar í orlofsferð, líklega til móður sinn- ar, hefir þú kanski frétt.“15 Var það ekki sjálfgefið, að hann væri að heimsækja móður sína? Ágústa kom á stofn dálitlum „stúlknaskóla“ í Dillonshúsi við Suðurgötu haustið 1851. Hún kenndi daglangt sauma, prjónaskap, lestur, reikning, skrift, dönsku, þýzku og kristinfræði, síðar bættist franska á námsskrána. Vel má hugsa sér, að Grímur frændi hennar hafi hvatt hana til kennslunnar. Gamla Ingibjörg á Bessastöðum skrifaði Þóru og ávarpaði: „Blessað hjartað mitt!“ Hún kvaðst sakna Þóru sinnar og vera þess vegna í þungu skapi: „Ekkert er að frétta. Höfuðstaðurinn hefir fengið nýtt klúbbhús. ... Þú átt að bregða þér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.