Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2009, Side 182

Andvari - 01.01.2009, Side 182
180 KRISTMUNDUR BJARNASON ANDVARI dugði, að hún yrði þess áskynja, að verið væri að rétta henni hjálparhönd vegna þess að hún væri hjálparþurfi. Þetta varð allt að gerast eins og af til- viljun. Sagði kennslukonan síðar, að Nína hefði ekki viljað heyra, að hún væri veik, þótt auðsætt væri. Það var í mörgu að snúast, svona rétt fyrir jólin, allar hreingerningarnar og meiri háttar matargerð. Nína hlakkaði alltaf til jólanna. Hún lifði upp bernskujólin sín á Möðruvöllum með jólatré, spilum, litum og blöðum til að teikna á og skreyta með. Dýrðardagar. Aldrei komu eins margir í heimsókn eins og um jólin, og Nína naut þess að hafa gesti og vera gestur. Kennslukonan mátti loks fá lækni til hennar. Hann lagði svo fyrir, að hún yrði tafarlaust flutt á Friðriksspítala, því að hún væri með bráða lungnabólgu og óvíst, að hún lifði af. Þetta var á Þorláksmessu, og reyndist ekki þrautalaust að fá Nínu til að fara. Kennslukonan ók sjálf með hana á aðfangadag, og hét Nínu að koma til hennar á jóladag, hvað hún og gerði. Hún var með ráði og rænu, fyrst eftir að hún kom á spítalann. Þar var jólatré, og þegar hún sá, að kveikt var á því, sagði hún: „Já, það er rétt, nú er aðfangadagskvöld.“ Jón bróðir Nínu heimsótti hana undireins á sjúkrahúsið, en fékk ekki að sjá hana í það skipti. A jóladagsmorgun kom hann aftur. Þá mókti Nína. Hann lagði lófann á enni hennar, og hún opnaði augun, en virtist ekki vera með réttu ráði. Um fjögurleytið kom hann aftur. Var þá ljóst, að þessu væri senn lokið. Hann sat hjá henni í klukkustund, meðan hún háði dauðastríðið. Vinstúlka hennar, kennslukonan, hafði innt Nínu eftir, hvort hún hefði gert „síðustu ráðstafanir“ um eigur sínar. Jú, vissulega hafði hún gert það. „En um þá hluti getum við rætt frekar í vor“, bætti hún við. Nína hafði sótt um styrki síðustu æviárin, en reyndi að leyna því fyrir vandafólki. Hún gat ekki lengur haft ofan af fyrir sér, og taugarnar voru bil- aðar. Lát Nínu var tilkynnt í blöðum 28. desember og greftrun hennar auglýst um leið. Hún „átti að fara fram frá Stóru kapellu í Hjástoðarkirkjugarði laugardaginn 2. janúar 1892, kl. 11 fyrir hádegi.“ Nínu skorti nokkra mán- uði í 77. aldursár. Henni var búin hinzta hvíla í grafreitnum hjá þeim mæðgum, Birgittu og Rikku. Ættingjar og vinir hinnar látnu fylgdu henni síðasta spölinn, og komu með kransa. Einn var sá maður, sem kom með krans á kistuna, en syrgjendur könnuðust ekki við. Hann kynnti sig: Didriksen óðalsbóndi. Emilía segir í bréfi til Þóru, að þau hafi orðið að þakka þessum manni opinberlega sem öðrum, er minntust Nínu. Henni finnst þetta vandræðalegt.48 Nokkrum vikum eða mánuðum eftir jarðarförina er kvatt dyra hjá Jóni og Emilíu. Þar er kominn Didriksen óðalsbóndi, sem Jón kom naumast fyrir sig aftur eftir kynninguna í kirkjugarðinum, er þeir stóðu yfir moldum Nínu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.