Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 189

Andvari - 01.01.2009, Page 189
ANDVARI FRÁ BÖRNUM AMTMANNSINS Á EINBÚASETRINU 187 amtmaður, sem gerðist málsvari þeirra, þegar hann andæfði vinnumanni sínum í bundnu máli. Ræddu þau Páll og Þóra, hvernig bezt mætti rétta hlut kvenna. Loks kom þar ræðu þeirra, að Páll skyldi skrifa grein um skóla- menntun þeirra. Hún birtist í Norðanfara 1870 og fjallaði um nauðsyn þess að gefa ungum stúlkum færi á að afla sér menntunar eigi síður en piltum í latínuskólanum. Páll gat þess, að ungar stúlkur hefðu allt til þessa lifað í skugga. Greinin fjallar að mestu um verklegt nám. Páll kvað nauðsynlegt að stofna skóla, þar sem ungar stúlkur nytu kennslu í 2-3 ár að minnsta kosti, bæði til munns og handa. Hann nefnir síðan hvers konar handavinnu, þrifnað, stjórn og reglusemi innanhúss, verkhyggni og hagsýni. Gæti það bent til þess, að hjónin hafi haft húsmæðraskóla í huga, því að Páll áréttar að koma á fót stofnun fyrir stúlkur, rétt eins og „búmannaskólar og fyrirmyndar bú eru fyrir bændaefni. Þær, sem hærra hyggja", eins og segir í greininni, „ættu að eiga kost á æðri og meiri menntun en hinar, eftir þörfum og ástæðum.“64 Grein Páls vakti ekki mikla athygli, a.m.k. ekki hjá karlþjóðinni. Fár vissi í hug kvenna. Þó má telja fullvíst, að skagfirzkar konur hafi lesið grein Páls með athygli: Nokkrar konur í Hegranesi í Skagafirði héldu fund með sér 7. júlí 1869, sem gárungar kölluðu „pilsafund“ og stofnuðu með sér eins konar kvenfélag, sem vinna skyldi að bóklegri og verklegri menntun kvenna og birtu greinargerð um þetta efni í Norðanfara haustið 1869. Fundum var fram haldið næstu árin og árangurinn varð kvennaskólastofnun að Asi í Hegranesi haustið 1877.65 Vorið 1870 sigldi Þóra til Kaupmannahafnar til að vinna kvennaskólamál- inu fylgi. Hún hafði fengið meðmælabréf hjá Pétri biskupi Péturssyni. Þóru var ljóst, að fyrsta skrefið til skólastofnunar var að safna fé í sjóð til fram- kvæmdanna. I Höfn reifaði hún mál sitt við þekktar konur og ýmsa áhrifa- menn. Undirtektir um styrk voru fremur góðar, en Ijóst, að íslendingar yrðu fyrst sjálfir að sýna vilja sinn í verki. Frá Kaupmannahöfn hélt Þóra til Edin- borgar til fundar við Ágústu systur sína. Þóra kynnti mál sitt fyrir Edinborgar- búum og hétu ýmsir stuðningi sínum og jafnvel nokkrir Englendingar líka. Skotar gáfu síðar allnokkuð til stofnunarinnar, einkum í munum. Meðan Þóra var erlendis, reyndi Páll að vinna Hilmar stiftamtmann Finsen á sitt mál. Amtmaður vildi ekki heita opinberum stuðningi sínum að sinni, en taldi þó nauðsyn á að koma að nokkru til móts við óskir Páls. Hann hugði einn vetur nægan námstíma stúlkum, og bændur mundi ekki vilja kosta dætur sínar til lengri skólavistar. Snemma árs 1871 kvaddi Þóra Melsteð 24 heldri konur til fundar heima hjá sér. Var þar lagt fram frumvarp, er Páll og Þóra höfðu samið, og var það samþykkt. Kosin var fimm manna nefnd í málið. I henni sátu tveir karlar: Páll Melsteð og H. Th. A. Thomsen, kaupmaður í Reykjavík.66 Síðan var birt Ávarp til íslendinga. Þar voru tillögur Þóru um skólastofnun kynntar. Undir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.