Andvari - 01.01.2009, Síða 194
192
KRISTMUNDUR BJARNASON
ANDVARI
Sigbjörnsson, rithöfundur í Foam Lake, Kanada). Sumarið 1902 var hún
vistráðin hjá Þóru og Páli, en fluttist um haustið til Vesturheims. Páll var þá
að sögn Rannveigar, „mikið bilaður á sjón og heyrn.“ Hann var jafnan með
dökkgrænt skyggni fyrir augum. Hjónin voru þá flutt upp á loftið í skólahús-
inu og gat Páll staulast upp stigann.76
Verður nú stuðzt við frásögn Guðrúnar P. Helgadóttur, þar sem hún grípur
ofan í minningar Rannveigar, er hún hrædd og kvíðin gengur fyrst á fund
forstöðukonunnar:
Frú Melsteð kom sjálf til dyra og var svo vinsamleg að með sjálfri mér var ég alveg
undrandi, því mér hafði skilizt á fólki, að hún væri svo hörð. „Rannveig bætir því við,
að viðmót hennar hafi verið „vingjarnlegt, kurteist og algjörlega skuggalaust“, og hún
gleymi Þóru aldrei, þar sem hún mætti henni þarna í dyrunum.77
Þóra segir í lokaskýrslu sinni, að hún hafi verið kölluð vandlát og sumir
sagt, að hún væri „ströng“, en allar hinar góðu stúlkur sínar hafi skilið, „að
ég var vandlát sökum velferðar þeirra“. ... Einar H. Kvaran, sem kenndi við
Kvennaskólann veturinn 1898-99, segir í grein um Þóru í Sunnanfara árið
1900, að skólastofnun hennar hafi mætt talsverðum andróðri í fyrstu, en nú
séu allir komnir í skilning um, að Þóra hafi unnið hið þarfasta verk. Heyrzt
hafi „nokkrar umkvartanir um það framan af, að hún væri of hörð.“
Telur Einar, að það sé gamla sagan, að íslendingar eigi örðugt með að sætta
sig við aga. Síðan bætir hann við, að nú séu „allar slíkar umkvartanir undir
lok liðnar“, ástsældir hennar meðal námsmeyja fari vaxandi, þær sýni henni
meiri auðsveipni,6 gefi henni árlega gjafir og hún skrifist á við margar þeirra,
eftir að þær séu farnar úr skólanum.78
Guðrún P. Helgadóttir rekur ýmsar sagnir um Þóru í afmælisriti Kvenna-
skólans.
Á áttræðisafmæli Þóru 18. desember 1903 flutti nágranni og vinur, Stein-
grímur Thorsteinsson, „stofnanda og forstöðukonu Kvennaskólans í Reykjavík“
kvæði um „fagurt lífsverk“ hennar. Nærri má geta, að þessi virðingarvottur og
hlýja kveðja hafi glatt hana, sem þurfti sífelldrar uppörvunar við.79
Þóra lét af skólastjórn árið 1906, en bar hag skólans fyrir brjósti sem áður
og reyndi að vinna honum það gagn, sem hún mátti. Hún hlaut margs konar
viðurkenningu um dagana. Árið 1906 sæmdi Friðrik VIII hana verðleika-
medalíunni úr gulli. Það var fágætt heiðursmerki, og var hún eini íslend-
ingurinn, sem hlaut það.80 Hinn 3. nóvember árið 1909 fengu þau hjón
6 Það er rangt, sem heyrzt hefur og sést á prenti (Stefán Einarsson: Skáldaþing, 185), að Þóra
væri fyrirmynd Einars að frú Hardal í Sögum Rannveigar. Höfundur heyrði, þegar þetta
barst í tal við Einar, sem var á Mælifelli sumarið 1933.