Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 23
DR. STEFÁN EINARSSON:
Halldór Kiljan Laxness
Nóbelsverðlaunahöfundur
I.
Halldór Guðjónsson (Kiljan Lax-
ness) var fæddur í Reykjavík 23.
aPríl 1902. Þrem árum síðar fluttust
foreldrar hans að Laxnesi í Mos-
fellssveit og þar ólst Halldór upp.
Foreldrar hans voru eigi efnafólk,
en komust vel af og höfðu virðingu
samsveitunga sinna. Faðir Halldórs
Var listhneigður, spilaði á fiðlu og
Þótti syninum mikið til hans koma.
Snemma beygðist krókur Halldórs
fil skrifta, og var hann ekki gamall,
Þegar hann fyllti allan pappír sem
nann náði til, ef ekki vasaklúta líka,
með skrifum sínum óendanlegum.
■^ftur á móti var hann ekki mikið
§efinn fyrir sveitastörfin fremur en
^argir bókfúsir unglingar á hans
aldri, 0g gat þótt latur og hyskinn
við þau. Það var ekki nema sjálfsagt
® _ foreldrar hans sendu þennan nám-
jUsa nngling til Reykjavíkur til að
.*ra, enda hæg heimatökin fyrir þau
næstu sveit, en fyrstu tímarnir sem
ann tók í Reykjavík munu þó eigi
a a verið helgaðir skriftum heldur
Jomlist; hann lærði að spila á
Pmnó 0g hefir aldrei með öllu lagt
a eðlu list á hillu, því nú spilar
ann Bach heima hjá sér á kvöldin
?|ar áheyrendur eru gengnir til
®n ást hans á hljómlist talar
g a verkum hans auk greina
171 keint eru henni helgaðar. Ann-
ars var aðaltilgangur Reykjavíkur-
veru Halldórs að búa hann undir
gagnfræðapróf við Menntaskólann;
það tók hann vorið 1918 og sat svo
næsta vetur (1918—19) í fjórða
bekk A, og varð það eini veturinn
hans í skóla. Þann vetur voru í
fjórða bekk fyrir utan hann skáldin
Andrés Guttormsson Þormar, Gunn-
ar Árnason frá Skútustöðum,
Ríkharður Beck, Sigurður Einars-
son, Sigurður ívarsson, Sigurjón
Jónsson frá Snæhvammi, Svein-
björn Sigurjónsson og Tómas Guð-
mundsson, en í fimmta bekk Guð-
mundur G. Hagalín og Jóhann Jóns-
son, og í sjötta bekk þjóðskáldið
Davíð Stefánsson. Um þetta hefur
Tómas kveðið:
og geri aðrir Menntaskólar betur
ég minnist sextán skálda í fjórða
bekk.
Af þessum skáldum batt Halldór
heitast vinfengi við Tómas Guð-
mundsson og Jóhann Jónsson, sem
varð skammlífur og tók mestallt af
hinum merkilega skáldskap sínum
með sér í gröfina. Á skólaárunum
kom Halldór líka fyrst í Unuhús og
kynntist þar, auk húsbóndans Er-
lendar Guðmundssonar, heimagöng-
um svo sem Jak. Jóh. Smára, Stefáni
frá Hvítadal og Þórbergi Þórðar-