Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 24

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 24
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA syni. Jak. Smári hafði birt kvæði eftir Halldór í Landinu, þar á meðal lofkvæði til Vilhjálms Þýzkalands- keisara á afmæli hans 13. apr. 1917. Er þetta fyrsta kvæði sem ég hef rekist á eftir Halldór á prenti, undir dulnefninu Snær svinni, og hefst svo: Heill sé þér Vilhjálmur hugumstór hugprúði frændi og bróðir og vinur. Stynur nú loft og storð og sjór, stærist nú afl um leið og hrynur. (5 erindi) Næst er Þrá í Landinu 23. árg. 1918 eftir Snæ svinna, upphaf: Sálin mín þráir í svarta svipdimma bergið; þráir í stálkynja, stælta styrkinn þinn klettur. Láið ei þrá minni lýðir! Lítið á klettinn! — þaðan sem bergmálið blíða berst oss til eyrna. (4 erindi) Þriðja kvæði Halldórs kom í Frélium 31. okt. 1918 og kallaðist „Hafaldan“ eftir Halldór Guðjóns- son frá Laxnesi: Eg horfði út á hafið, hlustaði á brimniðinn þunga, andvarpið sára frá úthafsins tröllvaxna lunga. Halldór hefur sjálfur vitnað í þetta skemmtilega kvæði sitt, ort í grátljóðastíl, í „Skáldskaparhug- leiðingum um jólin 1950“ (í Degi í senn 1955). Þetta virðast vera fyrstu kvæði Halldórs. 1 óbundnum stíl virðist hann fyrst hafa skrifað „Barnablaðið „Sólskin11 “ í Æskunni júní 1916 (bls. 46—47), þar næst „Opið bréf til æskulýðsins á íslandi“ (áskorun um að hætta að blóta) í Æskunni ágúst 1917 (bls. 62—4), a. m. k. fyrri greinin undir nafninu H. Guðjónsson frá Laxnesi. Þá koma tvær smásögur eftir Snæ svinna, „Launin“ í Dýraverndaranum 1917, 3: 72—5 og 1918,4: 1—5 og „Seifur“ í Dýraverndaranum 1918,4: 65—70. Vorið 1919 kom fyrsta bók Hall- dórs á prent á kostnað höfundar, Barn náiiúrunnar. Henni var vel tekið af Arnfinni Jónssyni og J. J. Smára, en illa af Jóni Björnssyni í Morgunblaðinu. Þetta ár missti Halldór föður sinn, en dreif sig samt í fyrsta sinn til útlanda, til Hafnar. Þar með var Halldór lagstur 1 flakk sem heita má að haldist hafi jafnan síðan, nema hvað hann komst ekki utan á stríðsárunum síðari og verri. Efast ég um að nokkur slíkur heims- hornamaður finnist meðal íslenzkra skálda eða rithöfunda, þótt þeir Egill Skallagrímsson og Einar Bene- diktsson hafi getað gefið honum göfugt fordæmi. En þrátt fyrir flakkið las hann, horfði og skrifaði stanzlaust. Veturinn 1919 las hann Strindberg sér til óbóta eða sálu- bóta í Helsingborg í Svíþjóð, þann vetur skrifaði hann og í Kaup- mannahöfn flestar af smásögum þeim er fyrst komu út í Morgun- blaðinu en síðan sérprentaðar sem Nokkrar sögur (1923, endurprent- aðar í Þáiium 1954). Veturinn 1920—21 var Halldór barnakennari í Hornafirði eystra, en dvaldist sumarið eftir heima hjá sér í Lax- nesi. En veturinn 1921—2 fór hann, Þjóðverjavinurinn, til Þýzkalands til þess að nota sér lággengi marks-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.