Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 46
28 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA lendingar hafa haft langa reynslu í því að svelta og búa við hin þrengstu kjör, en enga í því að lifa í vellyst- ingum praktuglega. Venjulega hefur það ekki haft góð áhrif á þá sem fyrir þeim höppum verða, enda er óséð enn hvort íslendingum farnast betur en öðrum á þeirri hálu braut. í Atómstöðinni er margt af fárán- legri gráglettu svo bókin getur með köflum verið forkostuleg aflestrar. En jafnvel sósíalistar hafa efast um hvort það sé bezta bók höfundar frá listarinnar sjónarmiði. Mætti ef til vill kalla hana forvitnislega tilraun frá því sjónarmiði. Það er réttast að telja hér síðasta skáldrit Halldórs, leikritið Silfur- íunglið (1954), vegna þess að efni þess er í tengslum við Aiómslöðina að því leyti að það gerist í Reykja- vík nútímans og er í beinu fram- haldi af ástandi hernámsins. En leikritið sýnir hvernig ung og óspillt sveitaþorpskona er uppgötvuð og síðan snúið í „númer“ af alþjóðlegu skemmtifélagi með sorglegum af- leiðingum fyrir hana sjálfa og heimili hennar. Á bak við liggur sala þjóðarsálarinnar á alþjóða- markaði nútímans: Esaú selur frum- burðarrétt sinn fyrir baunir. Eitt- hvað vantar á, að leikritið sé veru- lega gott, enda var því víst aðeins miðlungi vel tekið í Reykjavík á Þjóðleikhúsi haustið 1954. Aftur á móti var því vel tekið í Moskva þá síðar um veturinn. Þá er komið að síðustu skáldsögu Halldórs Gerplu (1952). Frá sjónar- miði höfundar sjálfs var það mjög forvitnileg tilraun til að semja skáldsögu í fornsögustíl, enda varði hann fjórum árum af æfi sinni til þess. Sú var tíð að Halldór hafði mjög mátulega háar hugmyndir um stíl- snilld fornsagna. í formikilli ræðu gegn ellinni sem hann leggur sjálf- um sér í munn í Heiman ég fór rétt áður en hann fór að skrifa Vefarann segir hann meðal annara orða: „Menn þreytast ekki síður á að guma af ritsmíðunum fornu, sögum þeim er hér hafa verið skráðar í landi, og af flestu eru sagðar bera sem ritað hafi verið í heiminum. En um þær verður hver að segja fyrir sig. Ég fyrir mitt leyti hef ekki haft öllu óskemmtilegra rit milli handa en Heimskringlu eftir Snorra Sturluson . . . Sagnritarana skortir hina marghæfu, víðfeðmu þekkingu nútímahöfundarins, orð- fimi hans, snúningalipurð og mýkt í hugsun, hinn ótrúlega hæfileik hans til að íklæða litskrúði tung- unnar jafnvel hina óáþreifanlegustu smámuni mannlegs hugskots, þaul- leikni hans í að taka hamskiptum við hverja nýja hugsun, svo að hver setning verði að einskonar sérstæðu fyrirbrigði formlistar, já mynd- fegurðar.“ Auðvitað sá Halldór það rétt að Snorri hefði aldrei getað skrifað Vefarann, bók sem Halldór skrifaði meðal annars til þess að sanna ser og öðrum að engin merkileg tíðindi gætu gerzt nema í hugheimum- Slíka bók gat enginn af þeim gömlu skrifað af því þeim var meinað að gjósa hug sínum. En þótt íslenzkur unglingur miH1 vita geti afneitað fslendingasögum, þá kemur sá tími, að hann verður leiður á öllu utan þeim. Og sá tím1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.