Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 57
halldór kiljan laxness
39
flytjandinn til Nýja íslands, sem
yfirgefur gamla landið í von um
það að hið nýja taki hinu gamla
fram.
Þjóðsagan um Kólumkilla og
Gunnvöru táknar öfl þau náttúrleg
°g ónáttúrleg, sem alþýða manna á
alltaf við að stríða, ekki sízt ein-
yrkinn í heiðinni.
Hér er komið að mikilsverðu at-
fiði í táknvísi Halldórs. Hann lætur
smáheim sinn, ísland, kotið í heið-
^ni, tákna veröld alla, mikrokosmos
tákna makrocosmos. Með því gerir
Halldór sögur sínar að dæmisögum
alheims, en það er eitt af frum-
skilyrðum alheimsvinsælda og al-
heimsverðlauna.
Að lokum er komið að andstæð-
nnum í list Halldórs og stíl og er
ekki við að dyljast, að þær eru
geysiviðamikill þáttur í list hans
enda rammgróin í eðli hans.
Ef litast er um persónulista hans
þa er algengt að sjá fólk hans spyrt
saman eftir uppskriftinni, sterkur:
Veikur. Þannig er Salka-Valka
sterk, móðir hennar veik á svelli,
rnald, piltinn hennar, vantar til-
mnanlega bein í nef. Bjartur í
nmarhúsum er sterkari en and-
s otinn Kólumkilli og íslenzk nátt-
u^a í veðraham, Ásta Sóllilja,
” °ftir“ hans, veik eins og liljan
nafna hennar. Þótt Bjartur sé harð-
Ur þá vorkennir hann henni og ann
. enni- Af því að Ólafur Ljósvík-
jngur er vorkunnsemi til manna
sk'r^ káædd þá getur hann ekki
iið við flogaveika heitkonu sína
0 t hann dragist að Jórunni, sem
loVterk eins og Salka-Valka. En að
í Urn fórnar hann lífi sínu á altari
§urðarinnar. Þeir ólafur og Örn
Úlfar eru mestu andstæður: í þeim
mætast kvalráð kristileg heim-
speki Ólafs og bjartsýnn komm-
únismi Úlfars. Ugla, hin heilbrigða
dóttir sveitanna, hefur áður en varir
tvo menn á fingrum sér, sem báð-
um hefur orðið hætt í hrundansi
eftirstríðsára: unga sveitamanninn,
sem enn hefur ekki lært listina að
stela samkvæmt lögum og lendir því
í tukthúsi, og hinn hámenntaða
borgara sem löngu er kominn í flokk
þeirra manna sem lögin setja en
hefur misst alla trú á lýðræði sínu.
Hann vildi því helzt strjúka úr
landi með Uglu, en í stað þess
„selur“ hann land sitt.
Jón Hreggviðsson, sem serður
tröllkonur á öræfum og prests-
maddömur í Amsturdammi á konu
heima á Rein sem narir á spítelsku
skari. Hið ljósa man stefnir kvenna
hæst í ást sinni en lendir á mesta
drykkjusvola landsins.
Andstæður í atburðum og hlutum
eru ekki síður algengar. Til dæmis
má nefna lestur prests yfir deyjandi
barni í Sölku-Völku, frábæra við-
höfn í draugajarðarförum Péturs
Þríhross, prúðbúið stórmenni lands-
ins samankomið á Rein, þar sem
Arnas Arnæus dregur Skáldu fram
úr rúmbotni holdsveikrar kerlingar,
flakkarar og sakamenn á Þingvöll-
um, hið ljósa man í tötrum á sama
stað. Náskyldar þessum andstæðum
eru andstæður tilfinninga, sem oft
spretta upp úr slíkum kringum-
stæðum: viðkvæmni blandin hrana-
skap.
Aldrei verður andstæðuleikur
Halldórs þó fullkomnari og áhrifa-
meiri en þar sem hann í glettvísi
sinni beitir burleskum, barokkum