Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 67
pÁLL S. PALSSON:
Gömlu skórnir
Hve oft ég hef hlotið að skifta um skó
mér skildist fyrst núna, er af mér ég dró
í húminu hversdags-lífs skóna.
Þeir lang-oftast urðu að labba í for,
en leirinn og sandrokið fyltu hvert spor.
Um sumar og haust og um vetur og vor
það var þeirra hlutskifti að þjóna.
Sem þroska-ár mannsins er skóröðin skift,
þeim skóm hefir fóturinn eitthvert sinn lyft
frá jörðu til göfgari geima.
Hér fyrst eru barns-skórnir fagrir sem gull
og fjölþættir líkt eins og ómálgans bull,
en fisléttir, hlýir og fínir sem ull
á fjallgengnu lömbunum „heima“.
1 móður-kjöltunni mynduðust spor
til margs konar starfa, því þar átti vor
hver tilfinning, taug og hver neisti,
og þau snéru öll til hins ónumda heims,
hins óþekta, bíðandi sálræna geims,
til lífs-gleði, fátæktar, sorgar, og seims,
til svika, til smámensku, hreysti.
Og smaladrengs-skórnir hér skarta sér vel,
þá skó hina beztu án vafa ég tel,
því þeir voru liprir og léttir.
Ef skóvörpin slitnuðu og þvengirnir, þá
var þægilegt spotta af snæri að fá,
með ,,hjálp“ þá ,,í viðlögum“ heim mátti ná,
þeir hlífðu, þó væri ekki nettir.