Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 111
J. P. PÁLSSON:
Umvending Tom Tinde
Neðanskráð andlegt æfintýri er liér fært í letur til viðvörunar þeim, sem fýsir
að leita týndra sauða af Islands-ætt. —Höf.
Tom Tinde hefi ég aldrei augum
litið. Þykist þó þekkja hann betur
en margan, sem ég umgengst dag-
lega. Því ráða þau ódæma bréfa-
skifti, sem okkur fóru á milli svo
árum skifti. Auk þess hlýddi ég á
hann daglega í útvarpinu, fyrst af
tilviljun, síðar eftir að dætur mínar
höfðu sannfært mig um, að þarna
vseri landi á ferðinni. Þær fullyrtu,
að á mæli hans mætti merkja svo
sterkan íslenzkan hreim, að ekki
v*ri um neitt að villast — Tom
inde væri íslendingur. Og svo nas-
vísar eru stelpurnar á þetta fyrir-
rigði, að ég sló þjóðerni Tom Tinde
°stu, þrátt fyrir nafn hans. “What’s
j? a name?” spurði Shakespeare.
anir eiga hér sinn útvarpsloddara,
iktor Borge, en við náskyldir
Peim og ekkert á móti því, að okkar
maður heiti Tom Tinde. Hann er sá
Sem koma á, hugsaði ég með mér
°g varð himinlifandi feginn.
voleiðis stóð á fyrir mér — og
b endur enn, _ að eftir, að lærðir
u° mentamenn settu mig í Vesian
a* °g skipuðu mér þannig í
° skálda, rithöfunda o. frv., hefi
j- Plnst og kvalist af afskaplegri
að e^ vii seSja ústríðu — til
eða^htllVa^ af skáldverkum mínum,
fcer' nia er’ kæmist a fram-
an 1 Hollfvúdd. Þaðan liggur leið
ég til fjár og frama og
Vl i óður og uppvægur komast
í slagtogið með þeim. En það gekk
ekki, hvernig sem ég skrifaði og
símaði als lags Hollívúdd herrum.
Svörin voru öll uppá sömu bókina
lærð, semsé, auglýsingar. Eins og
ég væri maðurinn, sem ætti að
kaupa alt það sem framleitt er í
Kanalandi. En til þess hafði ég
hvorki efni né löngun, og var fyrir
löngu hættur öllum Hollívúdd-
hugsunum, þegar Tom Tinde kom
til sögunnar. Við það vaknar á ný
metnaður minn, fjár- og frama-
þorstinn.
Girði ég mig enn í brók, eins og
maður sagði í gamla daga, og skrifa
mínum nýfundna landa sendibréf.
Meðal annars læt ég álit mitt á hon-
um í ljós. Tel hann upprennandi
stjörnu o. s. frv., o. s. frv. Spyr hann
hvort hann sé íslendingur. Kveðst
sjálfur vera skáld eða eitthvað svo-
leiðis nokkuð, og vilji vitlaus komast
í bréfasamband við upprennandi
Hollívúddstjörnu, sem líkleg væri
til, að koma ritverkum mínum á
markaðinn, svo alþjóð fengi notið
ágætis þeirra. Sem aldrei skyldi
verið hafa, gat ég þess, að meiri
hluti allra íslendinga væri skáld, og
því hefði hann, Tom Tinde, fifti-fifti
tjens til að vera skáld eða eitthvað í
þá átt, hafi guð og náttúran fylt
æðar hans íslenzku blóði og bein
frónskum merg. Bréfið hreif. Loks
fékk ég svar frá Hollívúdd.