Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 112
94
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Tom Tinde sýndi geysimikinn
áhuga fyrir ætt sinni og uppruna.
Hann taldi lítinn efa á ætterni sínu,
þó hann hefði verið búinn að stein-
gleyma því. Við bréf mitt hafði
ýmislegt rifjast upp fyrir honum.
Nú mundi hann greinilega, að þegar
hann byrjaði í barnaskóla, kunni
hann ekki orð í ensku, en las ís-
lenzkuna reiprennandi. Á þessu var
orðið algert hausavíxl og vísiversa,
og bað hann mig blessaðaan, að um-
venda því öllu saman. í póstskrift
gaf hann mér leyfi til að senda sér
smávegis skrif eftir mig — helzt á
ensku. Við það fór ég allur á loft.
Má hver lá mér það sem vill. Ég
ætla ekki að afsaka það. Segi bara,
líti hvert skáld í sjálfs síns barm.
Margt og merkilegt fór okkur á
milli í póstinum. Ég leit á hann sem
inn týnda sauð og þann hundrað-
asta og mig sem inn góða hirði.
Stefndu nú allir mínir andlegu
kraftar, og eru þeir nokkrir, að einu
takmarki, nfl., lokka Tom Tinde
inn í Þjóðræknina. Var sál mín svo
óskift við fyrirtækið, að mér
gleymdist fyrirhuguð frægð og
auður, sem ég ætlaði mér upphaf-
lega að hafa upp úr viðskiftum við
nýfundna landann. Og ekki sýndi
hann minni áhuga fyrir málefninu.
Vildi vitlaus kynnast öllu sem ís-
lenzkt má kallast, og helzt nema
tunguna og öll íslenzk fræði. Og
þegar ég benti honum á, hversu
mikill tími útheimtist til þess arna,
kvaðst hann skoða þetta uppátæki
sitt sem hobbí, svo það stæli ekki
frá sér tíma, og fyltist golflegum
áhuga fyrir öllu sem íslenzkt er, og
biður mig í öllum bænum, að segja
sér hvar það dót sé að finna eða
senda sér eitthvað af því, hafi ég
það við hendina.
Til að byrja með ráðlagði ég hon-
um að hlaupa í símaskrána og leita
uppi þau nöfn sem enda á sson.
Þar væri landa fyrir að finna, og
gæti Tom Tinde gengið upp að hon-
um, eða þeim, og heilsað eins og
þeir væru gamlir vinir. Skyldi hann
segja til ætternis síns en ekki nafns
— svona til að byrja með. Mikið lá
við, að landinn væri við aldur. Helzt
áttræður eða vel það. Tækist kunn-
ingsskapur með þeim, mundi öld-
ungurinn reynast bjargvættur ís-
lendingsins í Tom Tinde, hversu
djúpt sem hann væri sokkinn ^ r
Kanasukkið. í millitíðinni sendi ég
honum Zoega ásamt allstóruiu
pakka af blessuðum blöðunum okk-
ar. Á að gizka sitt pundið af hvoru,
Lögga og Kringlu og einn Sam bara
svona til smekkbætis. Öll voru
blöðin gömul, og því fremur dýr-
mæt, en ekki taldi ég það eftir-
Eiginlega sendi ég þau, svo honum
yrði ljós ljóðgáfa landans, þó hann
kynni ekki málið. Listin segir V
sín hvar sem kveðskapur sézt a
prenti. Hjálpast þar að upphafsstafir
og línulengd og eru það oft aða
einkenni yfirburða bundins ina s
yfir ið óbundna. En með alþýð^
skáldskap vorum hér vestra hug
ég bezt, að vekja skáldið í týndum
sauð af íslands-ætt, og tókst Pa
vonum framar. Mun þó öldungurmn
íslenzki, hvers nafn endaði á sson>
átt drjúgan þátt í uppfræðslunni,
og það ekkert síður en ég. Hya
um það, bréfin frá Tom Tinde bar^
það með sér, að hann var að lær^
íslenzku og gekk það vel. Te a
hann að krydda tilskrifin me