Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 94
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
skipti menntafólks hefði á þjóðirn-
ar. — Nú eru þessi skipti talin sjálf-
sagt atriði til kynningar og menn-
ingar. Nú á tímum bjóðast náms-
fólki ótal styrkir. Hópar af stúdent-
um og iðn-nemum (trainees) ferðast
landa á milli og dvelja tímum
saman í umsjá ýmsra félaga, fyrir-
tækja og stofnana. Dr. Leach trúði
á sigur hins nýja málefnis frá upp-
hafi, og fylgdi því fast fram. —
Einnig af fjármunum sínum lögðu
þau hjónin lið. (A. S. Review, Feb.
1924).
Á árunum 1922 til 1940 gerði Dr.
Leach hlé á hinum mikla erli í
þágu A. S. F. Hann tók að sér
mánaðarritið The Forum and
Ceniury Magazine og var ritstjóri
þess þar til það hætti að koma út,
er síðari styrjöldin dundi yfir. —
Það var í miklu áliti á sviði opin-
berra mála og gagnrýni. Kaupend-
um fjölgaði úr 2,000 í 100,000 undir
ritstjórn Dr. Leach. — Á þessu tíma-
bili varð hann einnig eftirsóttur
fyrirlesari hjá háskólum og fræðslu-
samtökum og ferðaðist fram og
aftur um Bandaríkin. Hann var
jafnt heima í opinberum málum
sem 1 bókmenntum, hafði einstakt
minni og flutti erindi sín af
áhuga og fjöri, hlýr í viðmóti og
fyndinn 1 orði. Víðsýni hans og víð-
tæk þekking einkenna hann ef til
vill mest sem ræðumann. — Á. s.l.
10 árum hefur hann flutt fyrirlestra
á 125 háskólum og “Colleges” í
Bandaríkjunum.
Síðan 1940 hefur hann á ný helg-
að A. S. F. starfsþrek sitt — ferðast,
flutt erindi og ritað til að útbreiða
þekkingu á áhugamálum félagsins.
Enn sjást ritgerðir hans í A. S. R. —
oft skemmtilegir pistlar um það
sem fyrir ber á ferðalögum — t. d.
frá eyjunni Mön s.l. sumar — eða
á safni Einars Jónssonar í Rvík árið
áður. Vetrarheftið 1955 flytur á
fyrstu síðu grein um Yggdrasil eftir
hann. Ritdóma um nýjar bækur á
hann í því nær hverju hefti. ■—
Hann hefur verið ritstjóri A. S.
Review og Scandinavian Classics.
Hvenær hefur Dr. Leach unnað
sér hvíldar? Af því fara fáar sögur.
Þó er vitað, að um eitt skeið voru
skíðaferðir og útivistir upp til fjalla,
uppáhalds-skemmtanir hans. Hon-
um voru gefnir stórbrotnir hæfi-
leikar og starfsþol og áhugi eftir
því. — Tilbreyting er áreiðanlega
hvíldaraðferð mikilvirkra manna. —
Winston Churchill málar myndir.
Dr. Leach semur fín og fáguð kvæði
sem tómstunda-iðju. — The Fires
Cenier heitir falleg ljóðabók eftir
hann, sem út kom árið 1950. — Hann
er mjög hamingjusamur maður i
heimilislífi sínu og á vini og að-
dáendur víðsvegar. Þeir óska að
„innri eldur“ á arni hans brenni
glatt sem lengst. — Norðurlönd hafa
öll vottað honum vináttu sína og
virðingu. Hann er “Commander of
the Orders of St. Olav, Dannebrog,
Vasa, North Star, Falcon, and
White Rose.” Þegar Uppsala háskól-
inn hélt hátíðlegt 350 ára afmseli,
árið 1945, var, sökum stríðsins, að-
eins einn útlendingur sæmdur
heiðurs nafnbót — Ameríkumaður-
inn Dr. Henry Goddard Leach, þa
forseti American Scandinavian
Foundation. — Látlaus gullhringur
Uppsala, er eini skartgripurinn, sem
hann að jafnaði ber.
Seattle, í des. 1955.