Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 38
20 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA og gamall maður, þegar hann sér inn í himnana frá sér numinn af reynslu sinni. Þessi einstaka reynsla skáldsins getur komið til hans þar sem hann liggur í lamasessi undir súð baðstofukytrunnar, eða hún getur komið til hans úti í guðs grænni náttúrunni, og hún ræður ein þegar skáldið lætur hann að bókarlokum ganga inn í Fegurð himinsins. Enginn efi er á því að Halldór lýsir hér reynslu, sem hann sjálfur hefur haft, enda oftar á hana minnst t. d. í Vefaranum. Bygging bókar minnir á hljóm- kviðu. Lýsingin á kvölum skáldsins í æsku minnir á kristna píslarsögu frá miðöldum eða frásögn úr þýzk- rússneskum fangabúðum. En á þennan dökka heim slær bjarma frá eldingum skáldlegrar andagiftar. í hljómkviðunni mundi þetta upp- hafs-allegro vera fullt af torráðnum andstæðum, vonar og váboða, ills og góðs. Næsti áfangi á kvölvegi skáldsins er scherzo, gráglettin ádeila á fiski- þorpið þar sem pólitíkussar, anda- trúarmenn og drykkjumenn fá sinn mæli seldan, troðinn, skekinn og fleytifullan. í þessu sambandi má minna á greinar þær er Halldór skrifaði um „Straum og skjálfta- lækningar“ gegn andatrúarfargani á íslandi 1936 en hafði hvergi við þeim. Þessi grein og önnur um „Áfengismálin“ frá sama ári var prentuð í Dagleið á fjöllum. Þessu fáránlega scherzo fylgir hæglátari kafli, andante þar sem sagan um syndabukkinn eða frels- arann, manninn sem er reiðubúinn að fórna lífi sínu fyrir náungann án tillits til eigin hamingju, er sögð. Hér kvænist Ólafur Ljósvíkingur konu þeirri eða réttara flagð-aum- ingja, sem óhamingja hans hefur sent í veg fyrir hann. í síðasta kafla brýst fram úr skýjum lýrík sú hin bjarta er var allsterkur þáttur í upphafi verksins, Ljós heimsins, og varð aldrei full- komlega kæfð á verstu refilstigum skáldæfinnar. Hún hljómar hér eins og gloria in excelsis í lok hljóm- kviðunnar. Skáldið leggur leið sína að lokum upp á skínandi hvítan jökul og gengur beint inn í Fegurð himinsins, þar sem ástin hans býr. Að mörgu leyti er þetta skáldlegasta verk höfundar. Skáldsögurnar um Sölku-Völku, Bjart í Sumarhúsum og Ólaf Ljós- víking gerast allar í eða nálægt nú- tímanum, enda hefur skáldið léð þeim ýmsa drætti úr samtíma sínum. Þess er getið að Óseyri við Axlarfjörð væri Bolungarvík við ísafjarðardjúp, sem á þessum árum þótti heldur undir hæli íhalds- manna þorpsins; Halldór kom þang- að sumarið 1930. Enn má geta þess að pólitíkussinn Kristófer Torfdal er sýnilega samanblandaður úr Ólafi Friðrikssyni, fyrsta leiðtoga jafnaðarmanna, og framsóknar- foringjanum Jónasi frá Hriflu. í Sjálfsiæðu fólki hefur þegar verið talað um heiðarbýlið á Jökul- dalsheiði sem varð fyrirmynd Sumarhúsa Bjarts. Ræður Rauðs- mýrar-maddömunnar kvað hann hafa fundið nær orðréttar í Hlín a árunum 1929—30. Ferðalag Bjarts a hreintarfinum yfir Jökulsá mnn vera sama sagan og Jón Trausti segir af Friðriki áttunda, nema hva hann reið sínum tarfi ofan í kel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.