Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Blaðsíða 48
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA minnir Halldór á það að það væri siður hermanna í leiðöngrum að hafa fyrir sér þrennar tylftir ó- vopnaðra manna, og hafi sú tiltala haldist síðan og þótt kurteisishern- aður, enda má kalla að slíkt séu kristileg kærleiksverk í samanburði við sprengjuna í Hiroshima, þar sem einn óhultur flugmaður hafði fyrir sér 78,000 manns. En þar sem fólk á við svo grimma höfðingja og ófriðsama að búa getur ekki hjá því farið að hjá því vaxi óskin um að engir höfðingjar væru til, eins og hjá Skagfirðingum á Sturlungaöld. í sálmi um skifti sín við Guð segir Halldór: Áður var Kajams öldursæla mynd hin eina línkind farandmanns í borgum og Don Quijote. Dyggð þín var svo blind, ó Don Quijote í öllum mínum sorgum. Það er kannske óþarfi að rifja það upp fyrir íslenzkum lesendum, að þessi sorglegi spænski farand- riddari og hrakfallabálkur lifði allur í riddarasögum, sem á hans dögum voru gengnar úr gildi sem lifanda líf. Það er hugmyndaheimur hans gegn veruleikanum sem er inntak sögu hans. Hann berst við vindmyllur, að því að hann álítur að óvinir sínir hafi með göldrum snúizt í þetta form; því miður verð- ur reyndin önnur: vindmylla er ekki annað en vindmylla, illa hæf til riddaralegrar árásar. Einkenni ridd- arans sorglega er fullkomin tryggð við hugmyndaheim riddarasögunn- ar og jafnfullkomin blinda á allt annað. Slíkt hugarfar hefur eflaust legið mjög nærri eðli Halldórs, svo ekki var að furða þótt hann dýrkaði hrakfallariddarann. Halldór tók kristinn dóm kaþólskan með sömu ærzlum og Don Quijote riddara- sögurnar, enda er Vefarinn mikli ekki annað en hreinræktaður kristi- legur Don Quijote. í hans augum er Guð orðinn allt, maðurinn ekk- ert, svo manninum er bezt að leggj- ast fyrir og deyja svo Drottinn geti verið einn í dýrð sinni. Hugmynda- kerfi kristninnar er prófað í reynd í Vefaranum. En þetta er ekki sá eini Don Quijote sem Halldór hefur skapað því Bjarti í Sumarhúsum kippir líka í það kyn. Hans trú er trú á sjálfstæði einyrkjans, hans höfuðdyggð er sparsemi á sér og sínum (nema kindunum sínum) hann kærir sig kollóttan þótt hann og fólk hans svelti. Hugheimur hans stangast allmjög á við veruleika kotbúskaparins. Tömdum við slík sjónarmið var það freistandi fyrir Halldór að bregða sér aftur í fornöld og sjá hvernig mönnum með hrein- ræktaðan hugmyndaheim hetju- aldar myndi reiða af í þeim veru- leika, sem umkringdi þá á aldamót- um kristni og heiðni. Hvað átti hetjan að gera ef sonur hennar var veginn eða drepinn? Boðorð sæmd- arinnar var einfalt: hefna. En Egill orti Sonalorrek af því að hann gat ekki hefnt sín á Rán og Ægi, Njáll vildi heldur deyja en lifa við skömm að sonum sínum vegnum, og Síðu- Hallur vildi heldur lifa við skömm og láta son sinn liggja óbættan hja garði, heldur en að auka vandræði með mönnum með hefndinni. Hall-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.