Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1955, Qupperneq 24
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
syni. Jak. Smári hafði birt kvæði
eftir Halldór í Landinu, þar á meðal
lofkvæði til Vilhjálms Þýzkalands-
keisara á afmæli hans 13. apr. 1917.
Er þetta fyrsta kvæði sem ég hef
rekist á eftir Halldór á prenti, undir
dulnefninu Snær svinni, og hefst
svo:
Heill sé þér Vilhjálmur hugumstór
hugprúði frændi og bróðir og vinur.
Stynur nú loft og storð og sjór,
stærist nú afl um leið og hrynur.
(5 erindi)
Næst er Þrá í Landinu 23. árg.
1918 eftir Snæ svinna, upphaf:
Sálin mín þráir í svarta
svipdimma bergið;
þráir í stálkynja, stælta
styrkinn þinn klettur.
Láið ei þrá minni lýðir!
Lítið á klettinn!
— þaðan sem bergmálið blíða
berst oss til eyrna. (4 erindi)
Þriðja kvæði Halldórs kom í
Frélium 31. okt. 1918 og kallaðist
„Hafaldan“ eftir Halldór Guðjóns-
son frá Laxnesi:
Eg horfði út á hafið,
hlustaði á brimniðinn þunga,
andvarpið sára
frá úthafsins tröllvaxna lunga.
Halldór hefur sjálfur vitnað í
þetta skemmtilega kvæði sitt, ort í
grátljóðastíl, í „Skáldskaparhug-
leiðingum um jólin 1950“ (í Degi í
senn 1955). Þetta virðast vera fyrstu
kvæði Halldórs. 1 óbundnum stíl
virðist hann fyrst hafa skrifað
„Barnablaðið „Sólskin11 “ í Æskunni
júní 1916 (bls. 46—47), þar næst
„Opið bréf til æskulýðsins á íslandi“
(áskorun um að hætta að blóta) í
Æskunni ágúst 1917 (bls. 62—4),
a. m. k. fyrri greinin undir nafninu
H. Guðjónsson frá Laxnesi. Þá koma
tvær smásögur eftir Snæ svinna,
„Launin“ í Dýraverndaranum 1917,
3: 72—5 og 1918,4: 1—5 og „Seifur“ í
Dýraverndaranum 1918,4: 65—70.
Vorið 1919 kom fyrsta bók Hall-
dórs á prent á kostnað höfundar,
Barn náiiúrunnar. Henni var vel
tekið af Arnfinni Jónssyni og J. J.
Smára, en illa af Jóni Björnssyni í
Morgunblaðinu. Þetta ár missti
Halldór föður sinn, en dreif sig samt
í fyrsta sinn til útlanda, til Hafnar.
Þar með var Halldór lagstur 1 flakk
sem heita má að haldist hafi jafnan
síðan, nema hvað hann komst ekki
utan á stríðsárunum síðari og verri.
Efast ég um að nokkur slíkur heims-
hornamaður finnist meðal íslenzkra
skálda eða rithöfunda, þótt þeir
Egill Skallagrímsson og Einar Bene-
diktsson hafi getað gefið honum
göfugt fordæmi. En þrátt fyrir
flakkið las hann, horfði og skrifaði
stanzlaust. Veturinn 1919 las hann
Strindberg sér til óbóta eða sálu-
bóta í Helsingborg í Svíþjóð, þann
vetur skrifaði hann og í Kaup-
mannahöfn flestar af smásögum
þeim er fyrst komu út í Morgun-
blaðinu en síðan sérprentaðar sem
Nokkrar sögur (1923, endurprent-
aðar í Þáiium 1954). Veturinn
1920—21 var Halldór barnakennari
í Hornafirði eystra, en dvaldist
sumarið eftir heima hjá sér í Lax-
nesi. En veturinn 1921—2 fór hann,
Þjóðverjavinurinn, til Þýzkalands
til þess að nota sér lággengi marks-