Hugur - 01.01.2006, Side 135

Hugur - 01.01.2006, Side 135
Fyrirbærafræðin ogMessías 133 að hefði h'ka getað heitið Uppruni reikningslistarinnar) allt fram til Uppruna rúmfræðinnar. Þannig er ekki ætlunin að enduruppgötva þá tilgátu, sem hæglega má rekja alla leið aftur til Fílebosar Platons, að sérhver vera beinist ætíð að einhverju og að þar af leiðandi fái hvorki einsemdartilvera sálarinn- ar, heildarhyggja um tungumálið né smættun táknsins fyllilega staðist. Mál- ið snýst fremur um að draga fram alla þræði hugðarefnis sem á sér langa sögu og er til staðar í fyrstu verkum bæði Husserls og Derrida. Hugðarefni þetta varðar tengslin, sem ég ýjaði að rétt í þessu, á milli tilurðar og formgerðar. Til að formgerð sé í raun formgerð, það er að segja, til að hún haldi forskil- vitlegri stöðu sinni og sé þannig fær um að leika samsetjandi \constitutive\ hlutverk gagnvart reynslunni, má hún ekki slíta sig frá sögunni af tilurð sinni. Með öðrum orðum væri forskilvitlegur þáttur sem ekki væri lengur í aðstöðu til að draga fram tilurðarsögu sína, eða virðist fallinn af himnum ofan, ekki hreinni fyrir það. Þvert á móti reyndist hann óhreinni en ella þar eð hann lítur út fyrir að eiga sér enga aðra tilurð en raunverulega íveru sína, og á þeim grunni birtist hann sem hlutur á meðal hluta, rúinn öllum áhrifa- mætti sínum. Hér verður fyrir okkur kjarni forskilvitlegrar raunhyggju. En hver er hinsta merking slíkrar raunhyggju? Rifjum upp, í grófum dráttum, gagnrýnina sem Derrida setti fram á þá heimspekilegu raunhyggju sem einkennir viðleitni Levinas í Heild og óend- anleika (Totalité et infini). Um leið og annarleiki reynslunnar er færður und- ir samsemd (eða sjálfsmynd) sjálfsverunnar er ekki lengur við annarleika að fást. Þessi gagnrýni felur ekki í sér ramma andraunhyggju, fremur hið gagn- stæða. Og í þessu efni festir Derrida einmitt hendur á dýpsta ásetningi raun- hyggjunnar, þeirri staðreynd að hún er draumurinn um hreina orðræðu um annarleikann \heterology\. En reynslan kennir okkur annað, nefnilega að við beinum alltaf sjónum að einhverju sem, að svo miklu leyti sem það gefst, er ekki hluturinn í sjálfum sér heldur hluturinn fyrir okkur. Það er af þessum sökum sem Husserl gat með réttu kennt reynslu okkar við „handanvísun" \transcendence\. Messíaníska hliðin á þessari reynslu felst í þeirri staðreynd að ekki er við ósanna reynslu að fást eða ofskynjun, eins og tilteknar óefnis- hyggjulegar túlkanir á Kant vilja halda fram. Öðru nær: að svo miklu leyti sem fyrirbærið er fyrir okkur rétt eins og alla aðra, er það satt. Að vera satt sem fyrirbæri merkir þá ekki að vera fyllilega nærverandi, og þetta má einnig orða á þann veg að fyrirbærið vísi út fyrir sjálft sig. Með öðrum orðum er fyrirbærinu ekki aðeins gefin merking heldur er því einnig varpað inn í fram- tíðina. Við þessi tengsl sifjafræði og markhyggju hefur Derrida dvalið frá sínum fyrstu skrifum, þar sem htið var á hugmyndina um „tilurð" með hlið- sjón af þeirri djúpstæðu tvöfeldni sem umlykur hinn algilda upphafspunkt og uppsprettu þróunarinnar sem öðlast ekki upphaflega merkingu sína fyrr en við lokamark sitt, í ljósi uppfyllingar markmiðs síns og tilgangs (saman- ber tvíræða merkingu franska orðsins „la fin“). Derrida hafði tekið þessa stefnu þegar á árunum 1953-54. Fimmtán árum síðar var hún óbreytt. Það er að segja: við beinum alltaf sjónum að tiltekinni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.