Hugur - 01.01.2006, Page 135
Fyrirbærafræðin ogMessías
133
að hefði h'ka getað heitið Uppruni reikningslistarinnar) allt fram til Uppruna
rúmfræðinnar. Þannig er ekki ætlunin að enduruppgötva þá tilgátu, sem
hæglega má rekja alla leið aftur til Fílebosar Platons, að sérhver vera beinist
ætíð að einhverju og að þar af leiðandi fái hvorki einsemdartilvera sálarinn-
ar, heildarhyggja um tungumálið né smættun táknsins fyllilega staðist. Mál-
ið snýst fremur um að draga fram alla þræði hugðarefnis sem á sér langa sögu
og er til staðar í fyrstu verkum bæði Husserls og Derrida. Hugðarefni þetta
varðar tengslin, sem ég ýjaði að rétt í þessu, á milli tilurðar og formgerðar.
Til að formgerð sé í raun formgerð, það er að segja, til að hún haldi forskil-
vitlegri stöðu sinni og sé þannig fær um að leika samsetjandi \constitutive\
hlutverk gagnvart reynslunni, má hún ekki slíta sig frá sögunni af tilurð
sinni. Með öðrum orðum væri forskilvitlegur þáttur sem ekki væri lengur í
aðstöðu til að draga fram tilurðarsögu sína, eða virðist fallinn af himnum
ofan, ekki hreinni fyrir það. Þvert á móti reyndist hann óhreinni en ella þar
eð hann lítur út fyrir að eiga sér enga aðra tilurð en raunverulega íveru sína,
og á þeim grunni birtist hann sem hlutur á meðal hluta, rúinn öllum áhrifa-
mætti sínum. Hér verður fyrir okkur kjarni forskilvitlegrar raunhyggju. En
hver er hinsta merking slíkrar raunhyggju?
Rifjum upp, í grófum dráttum, gagnrýnina sem Derrida setti fram á þá
heimspekilegu raunhyggju sem einkennir viðleitni Levinas í Heild og óend-
anleika (Totalité et infini). Um leið og annarleiki reynslunnar er færður und-
ir samsemd (eða sjálfsmynd) sjálfsverunnar er ekki lengur við annarleika að
fást. Þessi gagnrýni felur ekki í sér ramma andraunhyggju, fremur hið gagn-
stæða. Og í þessu efni festir Derrida einmitt hendur á dýpsta ásetningi raun-
hyggjunnar, þeirri staðreynd að hún er draumurinn um hreina orðræðu um
annarleikann \heterology\. En reynslan kennir okkur annað, nefnilega að við
beinum alltaf sjónum að einhverju sem, að svo miklu leyti sem það gefst, er
ekki hluturinn í sjálfum sér heldur hluturinn fyrir okkur. Það er af þessum
sökum sem Husserl gat með réttu kennt reynslu okkar við „handanvísun"
\transcendence\. Messíaníska hliðin á þessari reynslu felst í þeirri staðreynd að
ekki er við ósanna reynslu að fást eða ofskynjun, eins og tilteknar óefnis-
hyggjulegar túlkanir á Kant vilja halda fram. Öðru nær: að svo miklu leyti
sem fyrirbærið er fyrir okkur rétt eins og alla aðra, er það satt. Að vera satt
sem fyrirbæri merkir þá ekki að vera fyllilega nærverandi, og þetta má einnig
orða á þann veg að fyrirbærið vísi út fyrir sjálft sig. Með öðrum orðum er
fyrirbærinu ekki aðeins gefin merking heldur er því einnig varpað inn í fram-
tíðina. Við þessi tengsl sifjafræði og markhyggju hefur Derrida dvalið frá
sínum fyrstu skrifum, þar sem htið var á hugmyndina um „tilurð" með hlið-
sjón af þeirri djúpstæðu tvöfeldni sem umlykur hinn algilda upphafspunkt
og uppsprettu þróunarinnar sem öðlast ekki upphaflega merkingu sína fyrr
en við lokamark sitt, í ljósi uppfyllingar markmiðs síns og tilgangs (saman-
ber tvíræða merkingu franska orðsins „la fin“).
Derrida hafði tekið þessa stefnu þegar á árunum 1953-54. Fimmtán árum
síðar var hún óbreytt. Það er að segja: við beinum alltaf sjónum að tiltekinni