Hugur - 01.01.2007, Síða 37

Hugur - 01.01.2007, Síða 37
Um mœlikvarðann á smekk 35 dóm um nokkurt þýðingarmikið verk er jafnvel nauðsynlegt að við lesum oftar en einu sinni einmitt það sérstaka verk og skoðum það í mismunandi ljósi með at- hygli og yfirvegun. Fyrsta lestri verks fylgir einhver spenna eða hugaræsingur sem ruglar hina ósviknu fegurðarkennd. Tengslin milli hluta verksins greinast ekki. Hin sönnu stíleinkenni eru óljós. Hinir ýmsu kostir og gallar virðast eins og í hrærigraut og birtast ímyndunaraflinu ógreinilega. Að ekki sé minnst á að til er fegurð sem gleður til að byrja með af því að hún er skrautleg og yfirborðsleg, en þegar hún reynist ósamþýðanleg réttri tjáningu annaðhvort skynsemi eða ástríðna dofnar hún fljótlega og er þá vísað á bug með fyrirlitningu, alltént talin langtum minna virði. Það er ógerlegt að halda áfram að iðka íhugun fegurðar af hvaða tæi sem er án þess að vera iðulega nauðbeygður til að gera samanburð á hinum ýmsu tegundum ágætra verka og meta hlutföllin milli þeirra. Maður sem hefur ekki haft neitt tækifæri til að bera saman hinar óhku tegundir fegurðar er satt að segja gersam- lega óhæfur til að láta í ljós skoðun um nokkurn hlut sem honum er sýndur. Með því einu að bera saman ákveðum við umsagnirnar lof eða last og lærum að úthluta tilhlýðilegum skammti af hvoru fyrir sig. I grófasta klastursmálverki er viss lita- dýrð og nákvæmni í eftirlíkingu sem eru fagrir eiginleikar svo langt sem þeir ná og mundu vekja mjög mikla aðdáun bónda eða indíána. Klúrustu ballöður eru ekki gersneyddar samræmi eða náttúru; og enginn nema einstaklingur sem þekkir vel til meiri fegurðar mundi dæma hrynjandi þeirra hrjúfa eða frásögnina leiðin- lega. Verk sem er mjög ábótavant hvað fegurð snertir veldur sársauka einstaklingi sem er vel heima í því besta af því tæi og er af þeirri ástæðu dæmt ljótt, alveg eins og vandaðasti hlutur sem við þekkjum er eðlilega talinn hafa náð hátindi full- komnunar og eigi rétt á að vera hrósað upp í hástert. Aðeins sá sem er vanur að sjá, rannsaka og ígrunda hin margvíslegu verk sem hafa verið dáð á ólíkum tímum og hjá ólíkum þjóðum getur metið kosti verks sem honum er sýnt og firndið því réttan stað meðal snilldarverka. En til þess að gagnrýnanda sé gert kleift að inna því rækilegar af hendi þetta verkefni verður hann að bægja öllum fordómum frá huga sínum og ekki leyfa neinu að blandast inn í athugun sína nema sjálfum hlutnum sem hann fær til rannsóknar. Við getum sagt að sérhvert listaverk, til þess að það hafi sín tilhlýði- legu áhrif á hugann, verði að skoðast frá ákveðnu sjónarhorni og þess verði ekki fyllilega notið af einstaklingum sem eru ekki í aðstæðum, raunverulegum eða ímynduðum, svipuðum þeim sem verkið krefst. Ræðumaður ávarpar tiltekna áheyrendur og verður að taka tillit til sérstakra einkenna þeirra, hugðarefna, skoð- ana, ástríðna og fordóma; að öðrum kosti er vonlaust að hann hafi áhrif á ákvarð- anir þeirra og kyndi undir tilfinningum þeirra. Hafi þeir jafnvel haft eitthvað á móti honum fyrirfram, hversu ósanngjarnt sem það er, þá má hann ekki líta framhjá því óhagræði, en verður áður en hann tekur til við efnið að leitast við að fá þá á sitt band og ávinna sér velvild þeirra. Gagnrýnandi frá öðrum tíma eða annarri þjóð, sem læsi þessa ræðu, verður að hafa öll þessi atriði í huga og verður að setja sig í sömu stöðu og áheyrendurnir til þess að mynda sér rétta skoðun á ræðunni. Á svipaðan hátt verð ég, þegar einhverju verki er beint til almennings,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.