Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 48

Hugur - 01.01.2007, Blaðsíða 48
46 Stefán Snœvarr heilinn skynjar að eitthvað er að í tilteknum líkamshluta. Flóknari tilfinningar eru lítið annað en margþættar útgáfur af þessu. Tilfinningar eru ekki endilega meðvitaðar en þær sem eru það eiga sér rætur í viðbrögðum okkar við „líkams- kortum“ sem heilinn gerir. Damasio segir rannsóknir sínar staðfesta þetta. Þegar menn eru í geðshræringu eykst virkni í þeim heilastöðvum sem afla upplýsinga um líkamsástandið (Damasio 2003: 96-101). Annar náttúruhyggjumaður, ástr- alski heimspekingurinn Paul Griffiths, segir að „tilfinning" sé orð sem við notum um ýmis óskyld fýrirbæri. Það að spyrða þessi ólíku fyrirbæri saman á sér rætur í frumstæðri alþýðuspeki eins og hugmynd fyrri tíðar manna um að hvalurinn væri fiskur. En vísindin hafa sýnt fram á að svo sé ekki og ættu þau að geta gengið að geðshræringarhugtakinu dauðu. Það er álíka inntaksrýrt og hugtak fornmanna um fyrirbæri sem eru ofan við mánann, kannski sunnan við hann. Þeir töldu þessi fyrirbæri annarrar ættar en jarðnesk fyrirbæri en við teljum okkur vita nú að svo sé ekki. Tilfinningar eru eklci sérstakur flokkur fyrirbæra fremur en fyrirbæri sem eru ofar tungli (Griffiths 1997:1-2). Þau óskyldu fyrirbæri sem hér er um að ræða greinast í þrjá flokka: I fyrsta lagi meðfædd, skammæ, dæmigerð viðbrögð sem samsvara nokkurn veginn því sem við köllum „ótta“, „reiði“, „ógeð“, „undrun“, „fyrirlitningu", „gleði" og „depurð“. Þetta tekur Griffiths að láni frá sálfræðingn- um Paul Ekman sem talar um forrituð hrifbundin viðbrögð (e. affectprogram re- sponses) (Griffiths 1997: 77). Þessi viðbrögð mynda sérstakan flokk fyrirbæra en meðlimir flokksins eru náttúrulegar tegundir og má eðlisákvarða þá. Hinir tveir flokkarnir eiga það sameiginlegt að vera æðri, vitsmunalegar geðshræringar. Fyrri flokkurinn kallast rofhvatar (e. irruptive motivations) og hann fylla sektarkennd, trygglyndi og afbrýðisemi. Þessar geðshræringar minnka hæfni okkar til að ná langtímamarkmiðum, til dæmis geta menn látið afbrýðisemi hlaupa með sig í gönur, samanber Oþelló. Samt hafa þær þjónað ákveðnu hlutverki í þróunarsög- unni, það borgar sig ekki fyrir eiginkonu Óþellós að daðra við aðra. Því hafa óþellóarnir komið genum sínum áfram (Griffiths 1997:118; dæmið um Óþelló er frá mér komið). Síðari flokkurinn kallast afneitaðar athafnir (e. disclaimed actions). Þess lags „tilfinningar" eru félagsleg sköpunarverk og ómeðvitaður leikaraskapur (Griffiths 1997: 141). Þekktust þeirra er ástin sem honum Ómari okkar var svo hugstæð. Hann er ekki upptekinn af vísindalegum rannsóknum og vitskenn- ingarmenn eru á sama báti, segir Griffiths. Þessir andskotar vita ekkert um efna- fræði tilfinninga en láta sér nægja greiningu hugtaka sem þýðir að þeir geri lítið annað en að skýra alþýðlegar villuhugmyndir um tilfinningar. Athæfi þeirra er um það bil eins gáfulegt og það að greina hugtakið um fyrirbæri ofan mána ögn nákvæmar en fornmenn gerðu. Kenning Griffiths sjálfs er aftur á móti í hæsta máta vísindaleg að hans eigin mati. Samkvæmt henni koma þrá og trú geðs- hræringum lítið við því tilfinningalegar upplifanir (bæði kenndir og hugsanir) eru hjáfyrirbæri (e. epiphenomena). Hin raunverulegu tilfinningaferli eru efnisleg, viðburðir í taugakerfinu. Upplifunin er eins konar skuggi af þessu efnisferli. En þessi rök standast ekki. I fyrsta lagi teflir Roberts máttugum rökum gegn henni. Hann bendir til dæmis réttilega á að þetta sé eins og að segja tónhst hjáfyrirbæri vegna þess að hún er ekkert annað en loftbylgjur og því sé hin eina sanna tón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.