Hugur - 01.01.2007, Page 56
54
Stefán Snævarr
Sousa segir réttilega að geðshræringar séu meðal þeirra tækja sem við notum til
að greina á milli þess sem er mikilvægt og lítilvægt. Geðshræringar geri sem sagt
vissar hliðar veruleikans áberandi en skyggi á aðrar hliðar (de Sousa 1987: xv).
Ljóst má þykja að ef við finnum til hræðslu þá verða vissar hhðar aðstæðna okkar
meira áberandi en aðrar. Til dæmis öðlast hlutir sem geta verndað okkur gegn
ógninni mikilvægi.
Að minni hyggju eru myndhverfingar meðal þessara tækja sem við notum til
að greina hismið frá kjarna, hið mikilvæga frá hinu lítilvæga. Til eru samhengi
þar sem tilfinningaleg hlið bardaga er síður áhugavekjandi en herstjórnarhliðin.
Slíkt samhengi getur verið námskeið fyrir tilvonandi herforingja. Á þess lags
námskeiði gæti myndhverfingin BARDAGI ER TAFL komið sér býsna vel.
Eg sagði áðan að myndhverfingar myndbreyttu viðfanginu, maðurinn breytist í
úlf í myndhverfingunni margtuggnu. Með svipuðum hætti má segja að geðshrær-
ingar myndbreyti viðfangi sínu. Sú var hyggja franska heimspekingsins Jean-
Pauls Sartre sem reyndar nefnir hvergi myndhverfingar. Hann gekk svo langt að
segja að sérhver geðshræring gerbreyti heimsmynd þess sem finni hana (Sartre
1995: 79 og Sartre 1948: 58). Enda er geðshræring heimssýn, „ákveðinn máti að
skilja heiminn" („L'e'motion est une certaine maniére d’appre'hender le monde“\ Sartre
1995: 71).16
Eg hyggst ekki fara nánar út í þessa sartresísku sálma. í stað þess mun ég gaum-
gæfa hvernig geðshræring myndbreytir viðfanginu. Notum Stínu enn á ný sem
dæmi. Hræðsla hennar breytir sauðmeinlausu kvikindi á borð við könguló í skelfi-
legan ógnvald. Þýðir þetta ekki að myndhverfingar og geðshræringar trufli veru-
leikaskyn okkar? Ekki endilega. Þegar eðlisfræðingurinn skoðar efnisheiminn þá
myndbreytir hann honum með aðstoð stærðfræðilegra líkana. Hann sér heiminn
undir sjónarhorni stærðfræðinnar, sér hann sem stærðfræðilegt fyrirbæri. Líkönin
gera vissa þætti veruleikans áberandi, þá þætti sem má stærðfræðigera. Hinir
hverfa í skuggann. Þessi myndbreyting heíur reynst býsna frjó og hún hefur fært
okkur mikinn fróðleik um veröldina. Því er ekkert í sjálfu sér því til fyrirstöðu að
myndbreytingar í krafti geðshræringa og myndhverfinga geti veitt okkur þekk-
ingu. I ljósi þess sem sagt hefur verið má ætla að þær geti verið viskubrunnar.
Við höfum séð hvernig hægt er að samþætta ólíkar kenningar og finna frjóanga
í þeim sem eru kennismiðunum sjálfum huldir. Mikilvægara er þó að við höfiim
uppgötvað eitt og annað um tengsl myndhverfinga og geðshræringa: I fyrsta lagi
eru bæði konstrúöl. I öðru lagi myndbreyta þær viðfanginu. I þriðja lagi samþætta
bæði aðskiljanleg og óskyld fyrirbæri. I fjórða lagi eru bæði tæki til að greina
hismi frá kjarna, hið mikilvæga frá hinu léttvæga. En ekki má gleyma því að
myndhverfingar þurfa ekki að vera áhygðarbundnar, geta kannski ekki verið það.
Ekki má heldur gleyma því að geðshræringar eru sálræn fyrirbæri, myndhverf-
ingar búa í veröld tákna.17
16 Franski hugsuðurinn leit sem sagt á geðshræringar sem skoðanir en taldi þær óskynsamlegar í eðli sínu. Þar
skildi með honum og hans bandaríska lærisveini, Robert C. Solomon.
17 Þessi kafii er að miklu leyti endursögn á Stefáni Snævarr 2006.