Hugur - 01.01.2007, Side 57

Hugur - 01.01.2007, Side 57
Tilraun um tilfinningar 55 V Nú er röðin komin að frásögum. Oft er sagt að lífið sé saga og víst er að tilfinn- ingalífið er sagnkynja. Alltént telja fræðimenn á borð við Wilhelm Schapp og Peter Goldie að geðshræringar séu ofnar inn í frásögur (Schapp 1976:156-157).18 Lítum á það hvernig Goldie rökstyður þessa kenningu. Hann segir að geðs- hræringar séu venjulega flóknar, bundnar tímaskeiðum, dýnamískar og strúktúr- eraðar. Að vera í geðshræringu þýðir að verða fyrir tilfinningareynslu á ákveðnum tímaskeiðum. Ef ég hata Gunna árum saman finn ég til reiði í hans garð við og við, á stuttum eða löngum tímabilum. Slík tilfinningareynsla inniheldur skynjanir, hugsanir og kenndir af ýmsu tagi. Ég skynja Gunna sem drullusokk, finn til sárrar reiði og hugsa „það ætti að kála kvikindinu". Auk þessa upplifi ég líkamlegar breytingar og hneigðir af ýmsu tagi, m.a. tilhneigingu til að verða fyrir enn frekari tilfinningareynslu eða breyta með tilteknum hætti. Líkamlega breytingin getur verið sú að ég roðna við og við af reiði þegar ég hugsa um Gunna. Auk þess hef ég tilhneigingu til að verða reiður þegar ég hugsa um helvítið. Geðshræringar eru ekki kyrrstæðar eða gefnar, þær eru ferli. Þær breytast venjulega, þættir þeirra geta komið og farið, aukist og minnkað o.s.frv. Hatur mitt á Gunna getur minnkað eða aukist, ég verð kannski fremur sár en reiður út í hann með árunum (sárindi og reiði eru þættir í hatrinu). Geðshræring er þannig byggð að hún er hluti af frásögu. Frásagan tengir hina ýmsu þætti saman og gerir þá að samhangandi heild, heild sem við köllum „geðshræringu" (Goldie 2000:12-13; skyldleikinn við Ricœur er augljós). Hatur mitt á Gunna er það sem það er í ljósi sögunnar sem segja má um okkar samskipti. Hann stal kærustunni frá mér fyrir fjórum árum, blygðunarlaust. Hann þóttist vera vinur minn en það var bara yfirvarp. Ætlan hans var ávallt sú að stinga undan mér. Ég varð náttúrulega skelfilega dapur fyrir vikið, drakk eins og svín í hálft ár og missti vinnuna. Er fúrða þótt ég hati helvítið? Athugið að hatursferlið hefúr upphaf, hátind og eftirleik eins og venjuleg frásaga. Þetta þrennt er svo bundið saman af sagnfléttu (plotti). Upphafið er þegar Gunni tekur að gera sér dælt við mig í þeim tilgang að góma gelluna. Hátindurinn er svik kærustunnar, eftirleikurinn ástandið sem ég er í, belgfúllur af hatri og beiskju. Fléttan er svo dramað um svik og ást. Eg er þegar tekinn að spinna við spekimál Goldies og hyggst halda þeirri iðju áfram. Setjum svo að ég kveðist hata Gunna en hatrið eigi sér ekkert upphaf í tilteknum viðburði, sé ekki hluti af ákveðnu ferli með ákveðnum hátindi og eftir- leik. Ennfremur segi ég að engin leið sé að segja sögu hatursins. Segjum líka að ég sé vel skynsamur maður og algerlega einlægur. Er þá ekki skynsamlegast að gera ráð fyrir skynsemisbresti hjá mér hvað hatur varðar? Þrátt fyrir góða almenna skynsemi hafi ég af einhverjum ástæðum aldrei skilið merkingu hugtaksins „hat- ur“. Eg finn sjálfsagt til einhvers konar óróa og árásgirni sem beinist að Gunna. En þessi árásargirni er ekki réttnefnt „hatur“. Að breyttum breytanda mætti beita 18 Schapp er sennilega fyrsti fræðimaðurinn sem tengdi geðshræringar við frásögur, bók hans kom upprunalega út (á þýsku) árið 1953. En hann vann ekki úr hugmyndinni að neinu ráði. Bókin hefiir mér vitanlega aðeins verið þýdd á frönsku og hefur því ekki náð verulegri útbreiðslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.