Hugur - 01.01.2007, Síða 81

Hugur - 01.01.2007, Síða 81
Málsvörn 79 stefnu og nútíma dygðafræðum. Kantistar gætu, svo að dæmi sé tekið, haft ástæð- ur fyrir því að aðhafast ekki - í aðstæðum dæmisagnanna sem ég reifa - er hvergi koma í námunda við „umhyggju fyrir eigin hreinleik“; ef til vill væri nær að saka þá um of litla en of mikla sjálfsumhyggju! Eg hef lengi beðið í óþreyju eftir því að einhver talsmaður dygðafræða sam- tímans svaraði gagnrýni minni á innlendum vettvangi. Hún beinist sem fyrr segir að þeim og engum öðrum. Jón svarar henni hins vegar út frá sjónarhóh Sókratesar og það flækir málið talsvert. Sókrates er að vísu dygðafræðingur af vissu tagi en hann greinist frá nútíma dygðafræðingum af ýmsum ástæðum. Ég skal nefna tvær hér. Sú fyrri er að Sókrates stillir upp ákveðinni forgangsröð dygða þar sem réttlætið er í öndvegi; nútíma dygðafræðingar forðast yfirleitt sh'ka goggunarröð og telja jafnvel að dygðirnar séu innbyrðis ósammælanlegar.14 Hin síðari er að hjá Sókratesi tengist dygðakenningin beint ákveðinni sálfræðikenningu þar sem réttlát sál er lögð að jöfnu við heilbrigða sál: sál þar sem jafnvægi ríkir milli hinna stríðandi þátta girnda, skaps og skynsemi. Sá sem er óréttlátur er annaðhvort fávís (í þörf fyrir fræðslu) eða óheilbrigður (í þörf fyrir lækningu). Þetta skýrir þá skoðun hans, sem Jón útmálar sterkum litum, að betra sé að þola ranglæti en að beita því; sá sem beitir ranglæti skipulega og af ásettu ráði er sjúkur á sálinni. Jón höndlar anda þessarar skoðunar ágætlega er hann segir að samkvæmt Sókratesi sé sá sem getur tekið á sig ranglæti annarra, umborið og þolað þjáningu æðrulaust, „sterkari, heilbrigðari, réttlátari og - þrátt fyrir allt - hamingjusamari manneskja en sá sem verður að umbreyta þjáningu sinni yfir í ofbeldi gagnvart öðrum“ (s.52). Nú vill að vísu svo til að í dæmisögunum sem Jón gerir að umtalsefni snýst valið ekki um að taka á sig ranglæti annarra gagnvart því að beita aðra ranglæti, né um vægi réttlætis gagnvart öðrum siðferðisgildum;15 valið snýst um það hvort maður eigi eða eigi ekki að hafa áhrif á hvort ranglæti annars aðila bitnar á þriðja aðila (einstaklingi) eða fjórða aðila (hópi einstaklinga). En látum það liggja milli hluta að sinni. Það sem meira máli skiptir hér er að Jón ver, fyrir hönd sína og Sókratesar, miklu róttækari skoðun en þá sem nútímadygðafræðingar (eða læri- faðir þeirra, Aristóteles) myndu samþykkja: þá að siðferði snúist ekki um mark- mið á borð við hamingju (Mill), farsæld manns sjálfs (nútíma dygðafræði) eða farsæld manns sjálfs og annarra (Aristóteles) heldur sjálfan skilning okkar á góðu og illu og/eða andlega heilbrigði. Sá sem breytir rangt leggur annaðhvort rangan skilning í merkingu lífs síns og merkingu siðferðisins eða er andlega vanheill. Þessi skoðun kemur hvergi skýrar fram en einmitt í samræðunni Gorgíasi sem Jón vitnar til og ekki síst glímu Sókratesar þar við siðleysingjann Kalh'kles. 14 Foot talar að vísu stundum um réttlætið sem einhvers konar yfirdygð, sjá t.d. „Utilitarianism and the Virtues", Mind, 94 (1985), s. 206, en sú skoðun er ekki réttlætt á grunni dygðafræða hennar. 15 Mill fjallar að sjálfsögðu ítarlega um þetta efni í 5. kafla Nytjastefnunnar, þýð. Gunnar Ragnarsson (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1998), og kemst þar að þeirri niðurstöðu - út frá hrcinum nytjastefnuforsendum - að valið verði oftast réttlætinu í vil, enda sé réttlætið heiti á tilteknum siðferðiskröíum sem ef á heildina er litið eru nytsamlegri fyrir samfélagið og leggja mönnum því þyngri skyldur á herðar en aðrar siðferðiskröfur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.