Hugur - 01.01.2007, Page 107
Heimspeki semfrœðikenningeða iðja?
105
undan fara séu merkingarlausar er hann að tala um ferli sem lesandinn varð hluti
af. Þetta ferli er ekki hægt að greina frá formi textans. Það hjálpar lesandanum að
komast að niðurstöðu sem hann hefði ekki komist að hefði hann notast við „kór-
rétta“ (6.53) aðferð heimspekinnar.
Uppspretta merkingarinnar. Heimspekikenning staðsetur mörk tungumálsins
og skynjunarinnar í hlutlægri formgerð heimsins sjálfs. Þegar talið berst að mörk-
um merkingarinnar þýðir það að þau sé hægt að skilgreina sem eitt af þeim ein-
kennum veruleikans sem heimspekitextar vísa til. Þessi hugmynd um hlutlæg
mörk fær dulhyggjutúlkunina, sem viðurkennir mótsögnina í því að færa þessa
aðgreiningu í orð, til að greina á milli þess að segja og sýna.
Þar sem meðferðartúlkunin neitar að leita að raunverulegum mörkum flyst
uppspretta merkingarinnar inn í sjálfsveruna sjálfa. Jafnvel þótt sjálfsverunni sé
tungumálið fyrirfram gefið er það ekki eitt um að greina á milli merkingar og
merkingarleysis. Sjálfsveran, sem þarf tungumálið, verður að komast að því hvað
hún meinar með tungumálinu, hvað hún vill segja með því. Hér heldur meðferð-
artúlkunin því fram að sjálfsveran geti ekki haldið neitt sem stendur t grundvall-
aratriðum utan marka þess sem tjáð verður með orðum. Þegar öllu er á botninn
hvolft reiðir hún sig á gagnrýni Freges og Wittgensteins á sálfræðihyggjuna, sem
segir að það sé tungumálið en ekki afstaða einstaklingsins sem skilgreini rökfræði
tjáningarinnar. Til að skýra hugmyndir sínar nægir því ekki að skoða tungumálið
náið, heldur þarf líka að átta sig á eigin markmiðum. Meðferðartúlkunin krefst
þess að maður spyrji sig hverju maður sé að leita að þegar varpað er fram spurn-
ingum sem eru svo almenns eðlis að þörf myndist fyrir kenningu „um“ tilvísun
eða „um“ merkingu. Hún gerir ráð fyrir að í þessari leit búi þráin eftir því að losna
undan eigin dómum: væri til kenning um merkinguna væri sjálfsveran þar með
laus undan þeirri kvöð að þurfa sjálf að ákveða hvort eitthvað hafi merkingu og
hvað er merkingarbært. Samkvæmt meðferðartúlkuninni þurfum við þegar allt
kemur til alls að bera ábyrgð á þeirri merkingu sem við ljáum eða reynum að ljá
ákveðnum setningum.
Aðferð. Að snúa spurningunni upp á sjálfsveruna sem spyr kallar á umskipti
hvað aðferðir snertir. Algengasta aðferð í heimspeki nýaldar eftir tíma Kants er
réttmætisprófun afbrigða þekkingar okkar. Þá er rannsakað hvort og á hvaða hátt
ákveðin form þekkingar séu innan eðlilegra marka skynseminnar. Þegar velt er
vöngum yfir forsendum þekkingarinnar er hulunni svipt af röngum skoðunum
sem þekkingin hefur myndað um sjálfa sig.24 Þetta ferli prófunar og leiðréttingar
getur tekið á sig ýmsar myndir: frá gagnrýni hreinnar skynsemi til gagnrýni á þá
blindu sem sjálfsverur fyrri tíma urðu að bráð.
Grunnútgáfa réttmætisprófunarinnar er gagnrýni í nafni réttmætari skynsemi,
gagnrýni blekkingarinnar í nafni sannleikans. Réttmætisprófunin er hlutdræg, en
getur ekki vakið máls á þeirri staðreynd. Þegar til kemur er tungumál hennar það
eina sem mögulegt er og rétt fyrir hana; með öðrum orðum er þetta tungumál
annað og meira en eitt af mörgum mögulegum. Þeir sem skilja heimspeki sem
24 Michel Foucault, „Quest-ce que la critique?“, Bulletin de la Socié/éFranfaise de Philosophie 84 (1990), 35-63.