Hugur - 01.01.2007, Side 124

Hugur - 01.01.2007, Side 124
122 Christian Nilsson Ljóst er að Agamben ætlar sér að vísa á leið til að leysa þessa gátu. ítrekað gerir hann greinarmun á hugsun sinni og afbyggingunni og segir afbygginguna (sem tengist í hans huga einkum Derrida og Nancy) láta sér nægja að endurtaka þá grundvallartvíræðni sem einkennir umrædda formgerð.8 Þetta þýðir að Agamben telur sig ganga lengra en afbyggingin, og ég er á því máli að það sé þessi viðbót sem vekur áhuga fjölda fólks á hugsun hans. Engu að síður er býsna erfitt að fylgja eftir þeirri snöggu hreyfingu sem einkennir tilraun Agambens til að losa sig undan formgerð innlimandi útilokunar. Eins og Ag- amben ýjar sjálfur að færi ef til vill best á því að kenna þessa snöggu hreyfingu við þá breytingu á sjónarhorni sem iðulega kemur við sögu þegar gátur eru ráðnar. Ein afleiðing þessa er sú að flestir gagnrýnendur hafa lofað Agamben fyrir gagnrýna greiningu hans — og lýst henni sem verðugu íhugunarefni fyrir sérhvern borgara í frjálslyndu lýðræðisríki - en jafnframt hafa þeir hafnað (eða jafnvel horft framhjá) „uppbyggilegum" þáttum í rökfærslu Agambens. Aðrir gagnrýn- endur hafa tekið jákvæðari afstöðu og lýst þeirri von sinni að þeir hlutar verksins um Homo Sacer sem eiga eftir að líta dagsins ljós muni innihalda eitthvað í líkingu við gildishlaðinn grundvöll kenningar Agambens. Ætlun mín er að sýna fram á að þessar vonir séu að nokkru leyti á misskilningi byggðar. Þess í stað langar mig að halda því fram að stjórnmálin „í vændum" sem Agamben talar um séu ekki stjórnmál sem muni stökkva fram fullmótuð á næsta ári eða þar um bil, þegar næsta bók hans kemur út: stjórnmál „í vændum“ að hætti Agambens eru öðru fremur stjórnmál nútíðarinnar. Margir gagnrýnendur hafa hafnað þeirri mynd sem Agamben dregur upp af ástandi mála í samtímanum, með þeim orðum að hún sé alltof myrk. Fyrir kemur að við rekum augun í fyrirsagnir á borð við „Italskur heimspekingur heldur því fram að útrýmingarbúðir séu endamark (te/os) mannkynssögunnar". Af þessum sökum hljótum við að spyrja: hvaða möguleika á sviði pólitískrar hugsunar — og aðgerða - má leiða af greiningu Agambens á alræðiskenndu lífvaldi í nútíman- um? Hvernig eigum við að skilja þá fullyrðingu Agambens að meira að segja þær hreyfingar sem standa vörð um mannréttindi komi ekki öðru til leiðar en að bæta eldsneyti á vél fullveldisins? Agamben heldur því raunar fram að slíkar hreyfingar eigi hlutdeild í viðhaldi þessarar formgerðar fullveldisins.9 Ákafinn í ritum Agambens sprettur af því hvernig þessar yfirmáta neikvæðu staðhæfingar tvinnast saman við þau rök að í dag sé einnig til staðar möguleikinn á róttækum breytingum, sá möguleiki að segja skilið við formgerð fuflveldisins. Þvert á afbygginguna, sem lætur sér nægja að mati Agambens að endurtaka ógöngur hefðarinnar, beinist viðleitni hans að því að breyta ógöngunum [aporias] í „góð-göngur“ [„eu-porias']}0 8 Þessi gagnrýni Agambens á Derrida var þegar tekin að mótast árið 1979, sjá Language and Deatb, þýð. K. E. Pinkus (Minneapolis: University of Minnesota Press, 1991), s. 38-40 og víðar. Sjá einnig HS, s. 49-62, og ennfremur „The Messiah and the Sovereign" og „Pardes: The Writing of Potentiality", þýð. D. HeUer-Roazen, Potentialities (Stanford: Stanford University Press, 1999). I bók Agambens Idea ofProse, þýð. M. Sullivan og S. Whitsitt (New York: SUNY, 1995), er einn smátextann helgaður Derrida, sjá s. 103 o.áfr. 9 Sbr. HSt s. 133: „mannúðarsamtök [...] standa í leyndum tengslum við sömu öfl og þau ættu að berjast gegn“. 10 Sbr. G. Agamben, „Pardes: The Writing of Potentiality", þýð. D. Heller-Roazen, Potentialities (Stanford: Stan- ford University Press, 1999), s. 217. Heller-Roazen vekur máls á umskiptunum frá „ógöngum" yíir í „góð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.