Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 124
122
Christian Nilsson
Ljóst er að Agamben ætlar sér að vísa á leið til að leysa þessa gátu. ítrekað gerir
hann greinarmun á hugsun sinni og afbyggingunni og segir afbygginguna (sem
tengist í hans huga einkum Derrida og Nancy) láta sér nægja að endurtaka þá
grundvallartvíræðni sem einkennir umrædda formgerð.8
Þetta þýðir að Agamben telur sig ganga lengra en afbyggingin, og ég er á því
máli að það sé þessi viðbót sem vekur áhuga fjölda fólks á hugsun hans. Engu að
síður er býsna erfitt að fylgja eftir þeirri snöggu hreyfingu sem einkennir tilraun
Agambens til að losa sig undan formgerð innlimandi útilokunar. Eins og Ag-
amben ýjar sjálfur að færi ef til vill best á því að kenna þessa snöggu hreyfingu við
þá breytingu á sjónarhorni sem iðulega kemur við sögu þegar gátur eru ráðnar.
Ein afleiðing þessa er sú að flestir gagnrýnendur hafa lofað Agamben fyrir
gagnrýna greiningu hans — og lýst henni sem verðugu íhugunarefni fyrir sérhvern
borgara í frjálslyndu lýðræðisríki - en jafnframt hafa þeir hafnað (eða jafnvel
horft framhjá) „uppbyggilegum" þáttum í rökfærslu Agambens. Aðrir gagnrýn-
endur hafa tekið jákvæðari afstöðu og lýst þeirri von sinni að þeir hlutar verksins
um Homo Sacer sem eiga eftir að líta dagsins ljós muni innihalda eitthvað í líkingu
við gildishlaðinn grundvöll kenningar Agambens. Ætlun mín er að sýna fram á
að þessar vonir séu að nokkru leyti á misskilningi byggðar. Þess í stað langar mig
að halda því fram að stjórnmálin „í vændum" sem Agamben talar um séu ekki
stjórnmál sem muni stökkva fram fullmótuð á næsta ári eða þar um bil, þegar
næsta bók hans kemur út: stjórnmál „í vændum“ að hætti Agambens eru öðru
fremur stjórnmál nútíðarinnar.
Margir gagnrýnendur hafa hafnað þeirri mynd sem Agamben dregur upp af
ástandi mála í samtímanum, með þeim orðum að hún sé alltof myrk. Fyrir kemur
að við rekum augun í fyrirsagnir á borð við „Italskur heimspekingur heldur því
fram að útrýmingarbúðir séu endamark (te/os) mannkynssögunnar". Af þessum
sökum hljótum við að spyrja: hvaða möguleika á sviði pólitískrar hugsunar — og
aðgerða - má leiða af greiningu Agambens á alræðiskenndu lífvaldi í nútíman-
um? Hvernig eigum við að skilja þá fullyrðingu Agambens að meira að segja þær
hreyfingar sem standa vörð um mannréttindi komi ekki öðru til leiðar en að bæta
eldsneyti á vél fullveldisins? Agamben heldur því raunar fram að slíkar hreyfingar
eigi hlutdeild í viðhaldi þessarar formgerðar fullveldisins.9
Ákafinn í ritum Agambens sprettur af því hvernig þessar yfirmáta neikvæðu
staðhæfingar tvinnast saman við þau rök að í dag sé einnig til staðar möguleikinn
á róttækum breytingum, sá möguleiki að segja skilið við formgerð fuflveldisins.
Þvert á afbygginguna, sem lætur sér nægja að mati Agambens að endurtaka
ógöngur hefðarinnar, beinist viðleitni hans að því að breyta ógöngunum [aporias]
í „góð-göngur“ [„eu-porias']}0
8 Þessi gagnrýni Agambens á Derrida var þegar tekin að mótast árið 1979, sjá Language and Deatb, þýð. K.
E. Pinkus (Minneapolis: University of Minnesota Press, 1991), s. 38-40 og víðar. Sjá einnig HS, s. 49-62, og
ennfremur „The Messiah and the Sovereign" og „Pardes: The Writing of Potentiality", þýð. D. HeUer-Roazen,
Potentialities (Stanford: Stanford University Press, 1999). I bók Agambens Idea ofProse, þýð. M. Sullivan og S.
Whitsitt (New York: SUNY, 1995), er einn smátextann helgaður Derrida, sjá s. 103 o.áfr.
9 Sbr. HSt s. 133: „mannúðarsamtök [...] standa í leyndum tengslum við sömu öfl og þau ættu að berjast gegn“.
10 Sbr. G. Agamben, „Pardes: The Writing of Potentiality", þýð. D. Heller-Roazen, Potentialities (Stanford: Stan-
ford University Press, 1999), s. 217. Heller-Roazen vekur máls á umskiptunum frá „ógöngum" yíir í „góð-