Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 129
Verkefni hugsunarinnar í undantekningarástandinu 127
I innganginum að Homo Sacer heldur Agamben því fram að ætlun sín sé að
„beina hugsuninni að nýju á vit hagnýtrar köllunar sinnar“.26 Eins og við höfum
orðið áskynja hefur fullveldishugtakið um stjórnmál grundvallast á aðskilnaði
okkar og „innlimaðri útilokun" frá okkar eigin nakta lífi. Þannig hefur umræðan
um aðskilnaðinn sem „tilbúning“ einnig mikilvægar afleiðingar fyrir tengsl kenn-
ingar og breytni. Samkvæmt Agamben hlýtur sú aðgerð að fletta ofan af tilbún-
ingnum að leiða til annars og meira en kennilegrar „uppgötvunar“; við hljótum að
líta svo á að hún feli í sér nýja tegund starfsemi: „Hugsunin er lífsmáti, líf sem
ekki verður greint frá formi sínu; og hvar sem hin innstu fylgsni þessa óað-
greinanlega lífs taka á sig mynd, í líkamlegum ferlum og venjubundnum lifnað-
arháttum engu síður en kenningum, þar — og aðeins þar - á hugsun sér stað. Og
það er þessi hugsun sem [...] gera verður að leiðarstefi og þyngdarpunkti stjórn-
málanna í vændum."27
A þessu stigi langar mig að skjóta inn athugasemd um hugtakið um „hið nakta
líf‘. Eins og Agamben bendir sjálfur á, skírskotar Benjamin þegar í ritgerðinni
„Gagnrýni valdsins" til „hins nakta lífs“ sem viðfangs valdsins en einnig sem þess
punkts sem „vald laganna yfir því sem lifir nær ekki til“.28 Eftir því sem ég best fæ
séð notaði Benjamin þetta hugtak fyrst í grein sinni „Schicksal und Charakter"
(„Örlög og skapgerð") sem skrifuð var haustið 1919 (um það bil ári á undan
„Gagnrýni valdsins" og „Textabroti um guðfræði og stjórnmáT). I „Örlögum og
skapgerð" reynir Benjamin að sýna fram á að hugtakið „örlög“ sé ekki trúarlegt,
heldur eigi það rætur að rekja til tvíræðrar orðræðu laganna.29 Benjamin bendir á
að frekari greining á þessum málefnum kalli á að gerð sé nákvæm grein fyrir hin-
um sérstæða tímanleika örlaganna. Agamben er einnig á þessu máli: greining á
tímanleikanum lætur í té verkfæri sem nota má til að „stöðva“ aðskilnaðaraðgerð-
ina.
Pólitískur tímanleiki messíanismans
Eins og við höfum komist að raun um byggja „stjórnmál í vændum“ að hætti
Agambens á einhvers konar breyttu sjónarhorni gagnvart því lífi sem við lifum
26 HS, s.5.
27 MwE, s. 11 o.áfr. Um þetta hugtak um starfsemi má nánar lesa hjá Agamben, Infancy and History, þýð. L. Heron
(London: Verso, 1993), s. 119 o.áfr., hér eftir táknað IC. Sjá einnig C. Nilsson, „Att bebo tingen. Anteckningar
om samlaren hos Walter Benjamin", Res Publica, 65 (Stokkhólmur: Symposion, 2004), s. 89-100.
28 C^s.250.
29 „Orlög eru skuldbinding þess sem Ufir. Það svarar til náttúrulegs sköpulags þess sem Ufir - þeirrar sýndar
[Schein\ sem enn eimir eftir af en sem maðurinn er þó orðinn svo fjarlægur að þegar hann var á valdi hennar
umlukti hún hann aldrei fyllilega heldur var aðeins besti hluti hans ósýnilegur. Þegar allt kemur til alls er
það því ekki maðurinn sem á sér örlög, heldur verður sjálfsvera örlaganna ekki ákvörðuð. Dómarinn getur
komið auga á örlög hvar sem honum sýnist; með sérhverri refsingu hlýtur hann jafnframt, í blindni, að kveða
á um örlög. En maðurinn verður aldrei fyrir því höggi, heldur hið einbera h'f [das blofie Leben\ í honum sem
á hlutdeild í náttúrulegri sekt og ógæfu fyrir tilstilli sýndarinnar." W. Benjamin, Fate and Character, þýð.
E. Jephcott, Selected Writings, 1. bindi (Cambridge, Mass.: Belknap Press, 2004), s. 204. Þýðingu breytt með
hliðsjón af þýska textanum í Gesammelte Schriften II:i (Frankfúrt am Main: Suhrkamp, 1991), s. 175. Sjá einnig
»So viel heidnische Religionen" (textabrot frá 1918), Gesammelte Schriften VI (Frankfúrt am Main: Suhrkamp,
1991), s. 56, og enn eldri kafla í „On Language as such and on the Language of Man“ (1916), Selected Writings,
1. bindi, s. 71 o.áfr.