Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 137
Ótti á tímum öryggis
135
stjórar og yfir þeim deildarstjórar, allt til forstjórans sem situr á tindi pýramídans.
Ogunin og eftirlitið virkar frá toppi pýramídans og niður; notast er við afmarlcan-
ir tíma, rýma og hlutverka.11 Þessar yfir-einingar mynda síðan ýmiss konar þver-
bönd við aðrar yfir-einingar eins og stofnanir sem skipuleggja aukningu fram-
leiðslugetunnar í samræmi við rökvísi lífpólitíkurinnar. I tilfelli verksmiðjunnar
gerist þetta til að mynda í gegnum stofnun vinnueftirlits (sem fyrirbyggja á slys
og sjúkdóma), sem aftur tengist ögunarkerfi skólanna (líkaminn leið-réttur, þar er
setið rétt og haldið rétt á penna o.s.frv.), en hlutverk vinnueftirlitsins er að ákvarða
hver sé rétt vinnustaða líkamans (hæð færibandsins o.s.frv.). I tilfelli fjölskyld-
unnar tengist hún yfir-einingum stofnana heilbrigðis- og barnaverndar sem fylgj-
ast með því að allt sé í röð og reglu á heimilinu og hreinlætis sé gætt.
Það sem einkennir tengsl eininganna er að ögunin og þar með valdið kemur frá
annarri og utanaðkomandi einingu, en þetta einkenni er um leið takmörk þessa
valds, afmörkun er takmörkum
Ögunarsamfélagið batt einstaklingana inn í stofnanir, en því mistókst að
sporðrenna þeim algjörlega inn í taktbundin slög framleiðslunnar, venjur
hennar jafnt sem félagsmótun; það náði ekki því marki að síast algjörlega
inn í meðvitund og líkama einstaklinganna, það náði ekki því marki að
meðhöndla og skipuleggja athafnir þeirra í heild sinni. I ögunarsam-
félaginu má því segja að samband valds og einstaklings hafi verið statískt:
innrás ögunarvaldsins var í samræmi við andspyrnu einstaldingsins.12
Vandkvæði ögunarvaldsins er að einstaldingurinn upplifir það (að minnsta kosti
á köflum) sem ofbeldi eða þvingun, sem framandi vald. Astæðan er ef til vill sú að
í kapítalisma nútímans fylgdi framleiðslu afmarkaðra eininga (óhjákvæmilega)
hugmyndafræðileg framleiðsla á einstaklingnum sem sjálfráða og frjálsri sjálfs-
veru-einingu sem stangast á við þvingun agans, einfaldlega vegna þess að hann er
hinum „frjálsu" sjálfsverum framandi.13 Ögunarvaldið er að einhverju leyti of
sýnilegt ogframandi,14 Það beinlínis hvetur til uppreisnar, eða opnar að minnsta
11 Fullkomnun þessarar gerðar eftirlits er alsjáin (panopticon): Sökum þess eins að mögulega sé fylgst með lútandi
einingum gera þær það sem til er af þeim ædast. Sjá Michel Foucault, Surveiller et punir: La naissance de la
prison, París 1975 og íslenska þýðingu Bjöms Þorsteinssonar á hluta þeirrar bókar (kaflarnir „Líkami hinna
dæmdu“ og „Alsæishyggjan“) í Michel Foucault, Alsæi, vald ogpekking, Reykjavík 2005.
12 Antonio Negri og Michael Hardt, „Lífpólitísk framleiðsla - ásamt formála að Veldinu, þýð. Viðar Þorsteins-
son, Hugur, 15. ár, 2003, s. 150-173, hér s. 157.
x3 Sbr. upplýsinguna, t.a.m. Jean-Jacques Rousseau. I Samfélagssáttmálanum (Du contrat social, 1762) er það
verkefni Rousseaus að réttlæta yfirvald (ríkisvald) án þess að einstaklingarnir afsali sér sjálfræði sínu eins og
Thomas Hobbes taldi nauðsynlegt. Sjálfræði og frelsi einstaklinganna sé svo samofið eðli og mennsku þeirra
að ekkert geti réttlætt skerðingu þeirra. Þess vegna er verkefni hans (sem mistekst að vísu) fólgið í því að sýna
fram á hvernig yfirvald geti verið samsamað sjálfsvaldi eða sjálfræði í gegnum lýðræðið. Sjá Jean-Jacques
Rousseau, Samfélagssáttmálinn, þýð. Már Jónsson og Björn Þorsteinsson, Reykjavík 2004.
x4 Þetta kann að koma þeim sem þekkja til alsjár Foucaults á óvart, þar sem vald alsjárinnar skipuleggur sig
sem valdaafstæður inni í líkömum einstaklinganna og birtist því sem ósjálfráð og ómeðvituð hegðun. Vald
alsjárinnar er því vissulega illsýnilegt. Ég styðst hér hins vegar við kenningar Negris og Hardts sem gera ráð
fyrir að ögunarvald alsjárinnar hafi ekki náð að samsama einstaklingana valdinu. Vald alsjárinnar kemur alltaf
að einhveiju leyti með sýnilegum hætti utanfrá (frá turninum í miðju fangelsisins, „lýðræðislegum“ eftirlits-
stofnunum o.s.frv.) og er að því marki framandi. Hin fullkomna samsömun valdsins og einstaklinganna verður
fyrst þegar langanir, þrár og sköpunarkraftur þeirra samsama sig rökvísi valdsins. Það gerist með tilkomu stakl-
ingsins í eftirnútímanum.