Hugur - 01.01.2007, Qupperneq 178
176
Davíð Kristinsson
guðdómseldinum, hefðu allir hinn guðdómlega neista og væru allir jafnir undir
Guði. I huga Nietzsches hafa menn misjafnt gildi og það er náttúrulegt að hinir
æðri aðræni hina óæðri. Að þessu leyti greinir Nietzsche sig frá Channing og
yngri únítörum.
Transendentalistarnir
Eins og ófáar kynslóðir mannkynssögunnar gerðu hinir svonefndu transendent-
alistar uppreisn gegn eldri kynslóðinni, þ.e. únítörunum sem höfðu hafði haft
yfirhöndina í guðfræðideild Harvard-háskóla frá því árið 1805. Þar hlutu trans-
endentalistarnir menntun sína og voru flestir á einhverjum tímapunkti únítara-
prestar.86 Þeir stigu fram á sjónarsviðið árið 1836 þegar helstu fulltrúar hreyfingar-
innar sendu frá sér mikilvæg rit: Emerson (Nature), Orestes Brownson (New
Views of Christianity, Society, and Church), George Ripley (Discourses on the Philo-
sophy ofReligion) og Bronson Alcott (Record of Conversions in the Gospet). Sama ár
kom í fyrsta sinn saman félag transendentalista sem á árunum 1840-44 gaf út
tímaritið The Dial. Um höfunda efnis staðhæfði Emerson: „Þeir eru allir trúaðir,
en hafa óbeit á kirkjunum."871 hópi þeirra var Thoreau sem auk þess sótti nokkra
fundi félagsins. Channing var einnig boðið en transendentalistarnir álitu hann,
ólíkt hinum íhaldssamari únítörum, vera skoðanabróður.
Transendentalistarnir lofsungu ekki einungis tilraunastarfsemi um lífshætti
einstakfingsins í orðum heldur gerðu þeir hóptilraunir með kommúnulifnað. Árið
1841 stofnaði Ripley tæplega hundrað manna kommúnu í nágrenni við Boston
sem nefndist Brook Farm og var undir áhrifum hugmynda útópíska sósíalistans
Charles Fourier. Ári síðar stofnaði Alcott kommúnu sem nefndist Fruitlands.
Emerson hreifst ekki af slíkum hóptilraunum og hafnaði boði um þátttöku í
Brook-sambýlinu: „Eg kæri mig ekki um að flytja úr núverandi fangelsi mínu í
annað ögn stærra. Ég vil rífa niður öll fangelsi. Ég á ennþá eftir að sigrast á mínu
eigin híbýli.“ Hann vildi ekki „fela eigið getuleysi í mannmergðinni" og áleit
„einn mann vera mótvægi við heila borg, einveru hans vera ríkari og heilnæmari
en samhljóm fjöldans."88 Emerson greindi Ripley frá því í bréfi (15. des. 1840) að
hann gæti ekki hugsað sér að selja hús sitt í Concord þar sem hann kynni vel við
sig og hefði skotið þar rótum. Auk þess vildi hann ekki „hengja frelsun mína á
þína kommúnu; ég ætti sjálfur að taka hana á mig.“89 Hugmyndir Emersons um
frelsun voru fremur í ætt við einstaklingstilraunina sem Thoreau gerði við Wald-
en-tjörn er hann reyndi einsamall að lifa eins einfoldu lífi og hugsast getur.
86 Um það þcgar Emcrson sagði af sér embætti únítara-prests sjá N.N., „Theodore Parker", Heimir 1904, s. 133;
og Friðrik J. Bergmann, „Unítaratrúin og guðshugmyndin", Heimskringla, 12. mars 1914.
87 Tilvitnun eftir Pcr Sveino, OrestesA. Brownsons Road to Catholicism, Osló/New York, 1970, s. 213.
88 Joumals of Ralph Waldo Emerson 1820-1872,5. bindi, s. 473-474 (17. okt. 1940). Emerson talar þó síðar lofsamlega
um þessa „smávöxnu frönsku byltingu" í „Historic Notes of Life and Letters in Ncw England" (1883), The
Complete Works of Ralph Waldo Emerson, ritstj. E. W. Emerson, Boston: Houghton Miíílin, 1904,10. bindi, s.
359-369.
89 The Letters ofRalph Waldo Emerson, ritstj. Ralph L.RuskogEleanorM.Tilton,NewYork:ColumbiaUniversity
Press, 1939,2. bindi, s. 369.