Hugur - 01.01.2007, Page 189
Milli Guðs ogjjöldans
187
Þessi kristilega hugmynd um stórmennið sem miðlar á milli Guðs og ijöldans er
ekki skoðun Nietzsches þótt hann hafi ósjaldan ausið úr brunni Emersons. Guð
er ekki lengur hornsteinn í frumspekikerfi Nietzsches, stórmenni hans er annars
eðlis og afstaðan til hins svonefnda fjölda er heldur ekki sú sama og hjá Emer-
son.
Um tilvist jjöldans
En hver er þessi fjöldi sem Róbert Haraldsson vill endurvekja fyrirlitningu á?
Emerson talar víða í fyrirlitningartón um hinn svonefnda ijölda, t.d. um „afbak-
aðan huga fjöldans sem er tregur til að opna hugann fyrir innrás Skynseminnar“.154
Það er hins vegar styrkur Emersons að hann er sjálfsgagnrýninn og kafar hvað
tilvist fjöldans snertir jafn djúpt og Nietzsche hvað siðferðinu viðvíkur: „Það eru
alls engin siðferðileg fyrirbæri til - heldur aðeins siðferðileg túlkun fyrirbæra...
“155 Sömu heimspekilegu róttækni er að finna í skrifum Emersons: „Hvað varðar
það við sem nefnum fjöldann \the masses\ og almenning \common men] — það er
ekki til neinn almenningur.“156 Þótt Emerson tali víða í fyrirlitningartón um
fjöldann líkt og tilvist hans sé sjálfgefin ber að taka hyldjúpa sjálfsgagnrýni hans
alvarlega, enda virðist mér Emerson hafa nokkuð til síns máls. Hver er hann þessi
almenningur, þessi fjöldi? Hefur einhver séð hann, þennan almenna mann, þessa
almennu menn, þennan fjölda? Sér þessi svonefndi almenningur eða fjöldi sjálfan
sig sem slíkan? Er hinn almenni maður, hinir almennu menn, almenningur, til
óháð ákveðnu sjónarhorni? Eða verður hann fyrst til í smásjá einstaklinga sem
aðgreina sig frá þessum meinta „fjölda“ sem þeir nefna svo í samræðum við sína
líka? Hvað myndi sifjafræði orðsins leiða í ljós?
I hópi þeirra sem síðar hafa komist að svipaðri niðurstöðu og hinn sjálfsgagn-
rýni Emerson er velski samfélagsrýnirinn Raymond Williams: „I rauninni er ekki
til neinn fjöldi. Það eru aðeins til leiðir til að sjá fólk sem fjölda. [...] Það sem við
sjáum er hlutlaust séð annað fólk, margir aðrir, ókunnugt fólk.“157 A 19. öld var
„fjöldinn" gjarnan ónákvæmt alhæfandi hugtak sem notað var til að nafngreina
áþreifanlegra fyrirbæri: „fjöldinn [...] getur varla átt við annað en verkafólk."158
Þótt Róbert haldi því fram að 19. aldar gagnrýnin á fjöldann beinist einvörðungu
að einstaklingnum og sé óháð ákveðnum stéttum, eru tengslin sem Williams
vekur athygli á einnig ljós í samheitum Róberts þegar hann víkur að „fjöldanum,
alþýðunni, hinum vinnandi stéttum" (FA 42).159 Williams greinir samfélagsþró-
J54 »The American Scholar", SWE 229. Emerson beinir fyrirlitningu sinni á fjöldanum ekki einungis gegn öðrum
heldur telur hann stöku sinnum sjálfan sig, a.m.k. í orði kveðnu, til þessa hóps, t.d. þegar hann segir í ritgerð-
inni „Self-reliance“ (SWE 282): „nú erum við múgur.“
J55 Nietzsche, Handan góðs og ills, §108.
x5b Emerson, „Uses of Great Men“, s. 35.
*57 Raymond Williams, Culture and Society ij8o-i%o, London: Columbia University Press, 1958, s. 300.
x58 Sama rit, s. 299. Hugmyndina um fjöldann sem andstæðu menntamanna finnum við t.d. hjá Matthíasi Joch-
umssyni sem, eins og þegar hefur komið fram, áh'tur únítaratrú „fremur fyrir lærða oggóða trúmenn, eða trúaða
vísindamenn og spekinga, en fjöldann“ (Bref Matthíasar Jochumssonar, s. 279).
l59 I öðru samhengi skrifar Róbert: „Orð eru félagsleg fyrirbæri. [...] merking orða ræðst af stöðu þeirra innan
setninga, og merking setninga af stöðu þeirra í málsgreinum og merking málsgreina af samhenginu sem þær
eru sagðar í. [...] Ein og sér, óháð því samhengi sem þau eru sögð í, merkja orðin ekkert." (TMT 72-73) Róbert