Hugur - 01.01.2007, Side 190
188
Davt'ð Kristinsson
unina sem veldur uppgangi þessa hugtaks svo: „I fyrsta lagi átti sér stað samsöfn-
un fólks í iðnaðarborgunum [...]. I öðru lagi átti sér stað samsöfnun verkamanna
í verksmiðjum [...]. I þriðja lagi þróaðist í kjölfarið skipulögð verkalýðsstétt sem
bast samtökum" en það var „yfirlýst markmið verkafólks að breyta samfélag-
inu“.160 Þýski menntaaðallinn hafði andúð á streymi verkafólks til iðnaðarborg-
anna sem vann við jýó'/í/aframleiðslu í verksmiðjunum,jýó/mennti á mótmæla-
samkomur og studdiý/o/tíbhreyfingar. Menntaaristókratarnir litu hins vegar á sig
sem einstaklinga með fágaðan smekk samtímis því að verkamenn voru frá þeirra
sjónarhóli nafnlaus, óheflaður fjöldi. Um svipað leyti jókst læsi og um leið texta-
framleiðsla fyrir nýja markhópa, nýirý/o/miðlar sáu dagsins ljós og nýjar stéttir
fengu í auknum mæli aðgang að menntun sem fram til þessa hafði verið for-
réttindi þröngs hóps. Menntaaðlinum virtist hámenningunni standa ógn af auk-
inni útbreiðslu menntunar. Eins og hans líkir brást Nietzsche í kvörtunartón við
þessari þróun sem hann áleit ógna sannri menningu: „Til hvers þarf ríkið þetta
offramboð af menntastofnunum, námsiðkun? Til hvers lýðmenntun á breiðum
grundvehi og upplýsing lýðsins? Vegna þess að hinn sanni þýski andi er hataður,
vegna ótta við aristókratískt eðli sannrar menntunar, vegna þess að menn vilja
gera hina stóru einstaklinga útlæga með því að hlúa að menntunarkröfu hinna
mörgu“,161 hinna „allt-of-mörgu“ eins og Nietzsche orðar það víða í Svo mœlti
Zarapústra í fyrirlitningartón. „Það að öllum er heimilt að læra að lesa spilfir með
tímanum ekki einvörðungu ritlistinni, heldur hugsuninni að auki. Einu sinni var
andinn guð, svo varð hann að manni, og brátt verður hann að skríl.“162
Vanþóknun Emersons á „fjöldanum" og fjöldasamkomum er ekki af sama toga
og fyrirlitning Nietzsches eins og sjá má þegar transendentalistinn ræðir
samkomuþing endurbótarsinna, að kjósa og álykta í mannfjölda. Vinir
mínir, með þessum hætti mun Guði ekki þykja við hæfi að smjúga inn í
ykkur og taka sér þar búsetu, heldur einmitt með gagnstæðri aðferð. Ekki
fyrr en maður lætur af öllum utanaðkomandi stuðningi og stendur einn
síns liðs, virðist mér hann sterkur og líklegur til að halda velli. Hann
verður máttfarnari með sérhverjum nýliða undir fána sínum. Er ekki
maður meiri en bær?163
Þegar Emerson talar um fjölmenni í neikvæðum tón er ástæðan fyrst og fremst
sú að samband manns og Guðs, sem er forgangsatriði frá sjónarhóli transend-
entalistans, verður veikara þegar maðurinn er í fjölmenni og það er ætíð tærast
þegar einangraður einstaklingur myndar tengsl við guðdómlega uppsprettu sína.
Þegar Emerson gagnrýnir aðstoð við fátæka er þetta einmitt drifkraftur gagn-
les yfirleitt mcrkingu orða, setninga og málsgreina textafræðilega út frá stöðu þeirra innan verksins sem um
ræðir. Hið félagslega samhengi textans fangar hins vegar sjaldnar athygli hans. Takmarkanir sh'ks lestrar verða
t.d. ljósar þegar inntak orða á borð við „fjöldi“ er slitið frá þeim félagslega veruleika sem ljær því merkingu og
fúllyrt að það beinist ekki að ákveðnum hópum heldur óákveðnum einstaklingum.
160 Williams, Culture and Society, s. 298,299.
161 Nietzsche, Uber die Zukunft unserer Bildungsanstalten, 3. fyrirlestur.
162 Nietzsche, Svo mœlti Zarapústra, Reykjavík: Heimspekistofnun/Háskólaútgáfan, 1996, s. 65.
163 Emerson, „Self-reliance“, SWE 292.