Hugur - 01.01.2007, Síða 208

Hugur - 01.01.2007, Síða 208
206 Davíð Kristinsson Róbert sýnir því hins vegar lítinn áhuga að hvorki Emerson né Thoreau litu á andlega byltingu sem lausn á vanda allra þræla þessa heims, heldur íýrst og fremst á vanda þeirra sem búa við svo sæmilegar aðstæður að segja megi þá að einhverju leyti sjálfskapaða þrælahaldara sjálfs sín. Báðir töldu annarra aðgerða þörf til að leysa vanda þeirra sem voru þrælar í hefðbundnari skiiningi. Róbert er að sjálf- sögðu meðvitaður um aðgerðastefnu náttúruspekingsins - „Thoreau var einn af ötulustu baráttumönnum gegn þrælahaldi og stríðsbrölti á 19. öld“ (FA 45) - en hann leitast ekki við að skoða hana sem hina hliðina á andlegu byltingunni. Andúð á þrælahaldi sagði snemma til sín hjá Emerson og nítján ára gamall, þ.e. árið 1822, skrifar hann: Að grundvalla með einhverjum táldrægum rökum algjöra hentistefnu gagnvart verstu stofnun þessa heims er primafacie móðgun við skynsem- ina og almenna dómgreind. Engin útsmogin mælskulist getur nokkurn tíma sætt óspilltan hugann við afsakanir prælahalds\ nema ef vera skyldi yfirgengilegur kunningsskapur og hlutdrægni sérhagsmuna,224 Sama ár og Slavery (1835) eftir Channing kom út skrifar Emerson, sem dáðist að riti þess fyrrnefnda: „ég vil ekki búa í landi þar sem þrælahald er við lýði.“225 Emerson brást hvorki við óbærileika þrælahaldsins með því að einangra sig frá samfélaginu né með því að boða að vinnuþrælar ættu að frelsa sálu sína þar eð þeir væru að endingu þrælahaldarar sjálfs sín. Hann boðaði heldur ekki að breyta þyrfti hjartalagi þrælanna, kenna þeim vakningarlífsspeki og að þeim nægði að finna hinn guðdómlega neista innra með sér. Emerson var heldur ekki svo ein- faldur að trúa því að siðgæðispredikun yfir þeim sem höfðu hag af þrælahaldinu nægði til að afnema það. En þótt óbeit hans á þrælahaldi hafi snemma sagt til sín tók afstaða hans til baráttu afnámssinna töluverðum breytingum þegar á leið. Fyrstu opinberu ræðuna gegn þrælahaldi hélt Emerson í Concord haustið 1837. Tímamót í afstöðu hans til þrælamálsins markar hins vegar ræða sem hann hélt sjö árum síðar í boði kvenfélags gegn þrælahaldi í Concord. Eiginkona Emersons var meðlimur í félaginu og margir úr fjölskyldu hans og vinahópi virkir afnáms- sinnar, enda Concord ein helsta vagga afnámssinna. Fram til tímamótaársins 1844 var afstaða Emersons nokkuð svipuð afstöðu Channings: Emerson trúði á mátt siðferðilegrar hvatningar og var auk þess lítt hrifinn af þátttöku í samtökum. Harvard-nemandanum fannst slík samtök uppfull af velviljuðum en smáborgara- legum mannvinum, hann átti erfitt með framkomu þeirra og fannst þá skorta kímnigáfú. Emerson áleit köllun sína eða andagift vera á öðru sviði. Tíu árum eftir að hann gerðist virkur afnámssinni bera afnámsræður hans ennþá merki þessa. Ein þeirra hefst svo: 224 Sama rit, i. bindi, s. 185 (14. nóv. 1822). 225 Sama rit,3. bindi, s. 446 (2. feb. i835).Transendentalistarnir voru auk þess gagnrýnir á meðferð Bandaríkjastjórnar á indíánum og nægir hér að nefna gagnrýnið bréf Emersons til Martins Van Buren Bandaríkjaforseta. Það birtist í dagblaði nokkru vorið 1838 í kjölfar þess að Cherokee-indíánar voru þvingaðir til að yfirgefa landsvæði sitt í suðri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.