Hugur - 01.06.2010, Page 11
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum
9
þessu námskeiði sem ég fór að átta mig. Ég var auðvitað búinn að pæla í þessu
og búinn að prófa námsefnið, en á þessu námskeiði var sýnt hvernig gengið er til
verks og það var mjög sterk upplifun fyrir mig. I stað þess að koma heim eins og
ég ætlaði mér vorið 1983, þá var ég um sumarið hjá Lipman. Byrjaði reyndar strax
á vormisserinu í „independent studies" og lá niðri á Library of Congress og las
Dewey. Svo var ég hjá Lipman og Sharp um sumarið og um haustið var ég byrj-
aður í Michigan State-háskóla og það má segja að Lipman hafi sent mig þangað
vegna þess að þetta var náttúrlega út úr öllu korti varðandi umsóknarfresti. Þau
höfðu sambönd í Michigan State og á þeim tíma var hvergi til doktorslína í
barnaheimspeki.
Róbert: Var hún ekki komin í Montclair-háskóla?
Hreinn: Þar var mastersprógramm.
Brynhildur: Það kom ekki doktorslína fyrr en ég var þar, árið 2000.
Hreinn: Og þá breyttist skólinn úr „college" í „university".
Róbert: Þú sem sagt prófaðir námsefni Lipmans, áður en þú hafðir séð það í
verki...
Hreinn:... og ég var óánægður...
Róbert:... þér fannst þetta ekki takast.
Hreinn: Ég var búinn að lesa mér til, en eitt er að lesa og annað að gera. Þú getur
ímyndað þér að það séu hjól þarna úti, það er hægt að lesa um hvernig maður á að
haga sér á hjóli, en það er allt annað að kunna á hjól. Og ég lenti í því þarna úti
hjá Lipman að ég fór í æfingakennslu og kenndi börnum heimspeki. Þau teikn-
uðu svo fallegar myndir og komu með svo fallegar athugasemdir að ég á þetta
einhvers staðar í drasli hvað nemendur mínir í bandarískum barnaskóla höfðu
að segja. En það er auðvitað grundvallaratriði, eins og Brynhildur þekkir, að á
þessum „workshopum" erum við í grunninn að nota sömu aðferð og við notum
með börnunum.
Að innleiða barnaheimspeki í skólum
Róbert: Svo skrifarðu doktorsritgerð og hún er að hluta til eða aðallega rannsókn
á Islandi.
Hreinn: Gögnin eru héðan. Ég hafði þá samband við ... hvað hét það nú, það var
eitthvert flott nafn á skólanum: Tilrauna- og æfingaskóli Kennaraháskóla Islands.
Svo fljótlega slepptu þeir „tilrauna-" úr nafninu og töluðu um æfingaskólann, en
ég leit alltaf á þetta bókstaflega, ég hélt að þetta væri tilraunaskóli. Ég klúðraði
framkvæmdinni á vissan hátt vegna þess að ég hélt ég hefði lagt mig fram um að
undirbúa verkefnið, en svo kom á daginn að það var ekki og það bitnaði á þjálfun
kennaranna sem unnu með mér.