Hugur - 01.06.2010, Síða 15
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum
13
háskólanám? Jú, það er búið að drepa þá niður með málfræðistagli, á meðan veiki
punkturinn er að tjá sig, þar hefði heimspekin komið inn og hjálpað, þ.e. að setja
saman rökræðu eða heila hugsun og rökstyðja skoðun sína í rituðu máli. Nem-
endur hafa verið miklu meira í heimildaritgerðum, en svo er meira að segja kvart-
að h'ka yfir heimildaritgerðum nemenda í háskóla. Eg held að það hefði mátt vera
heimspekilegur vinkill eða heimspekikennari við hliðina á íslenskukennaranum.
Róbert: Ertu þá að tala um samþættingu greina eða að greinarnar vinni saman?
Brynhildur: Við erum náttúrlega að tala um að forgangsraða markmiðum á ein-
hvern hátt, við erum að tala um að draga úr vægi fræðilegrar málfræði til dæmis
og auka vægi tjáningarinnar, röklegrar, skýrrar tjáningar í ræðu og riti.
Róbert: Mér dettur stundum í hug að nemendur séu svona lélegir í íslensku vegna
þess að þeir fái aldrei að skrifa um neitt sem þeir hafa áhuga á og því nenni þeir
ekki að vanda sig.
Brynhildur: Og meira að segja að ef þeir fá að skrifa um eitthvað sem þeir hafa
áhuga á þá er enginn sem hjálpar þeim að dýpka það. Þeir fá kannski að skrifa
ritgerð um eitthvað, en þeir bara skrifa ritgerðina, það er sett út á málfræði og
stafsetningu og búið. Þeim er ekki hjálpað að þróa hugsun sína.
Róbert: Já, einmitt.
Brynhildur: Og það er löngu búið að drepa niður tjáninguna áður en þau koma í
framhaldsskóla. Þetta er mjög skýrt á unglingastigi í grunnskólanum.
Róbert: En Brynhildur, þú fékkst verðlaun frá forseta Islands árið 1998 fyrir hug-
mynd að kennsluefni sem byggist á samstarfi greina. Hvernig nálgastu þetta sam-
starf þar?
Brynhildur: Aður en ég fór að læra heimspeki þá var ég aðallega náttúrufræði-
kennari, svo brann ég út á öðru ári í kennslu \hlær\ og fór aftur í háskólanám og ég
held að það hafi verið alger tilviljun að ég fór í heimspekinám en ekki h'ífræðinám
sem var hitt fagið sem ég var að velta fyrir mér. Svo sit ég í heimspekinni og er
að lesa fornaldarheimspeki hjá Þorsteini [Gylfasyni] og þá bara uppljómast ég:
já, þetta er frábært, auðvitað á maður að tala um þetta þegar maður er að tala um
eðli vísindanna. Það var alger hugljómun að mér fannst alveg augljós tengsl á miUi
fornaldarheimspeki og h'ífræði áttunda bekkjar. Það einhvern veginn gerðist bara
og ég var að vinna með þessa hugmynd mjög lengi. Hún blundar alltaf í mér en
nú hef ég ekkert verið að vinna með hana í langan tíma. Hún dó í framkvæmd
þegar ég kom út í skólann og ætlaði að fara að gera eitthvað með hana.
Róbert: Þannig að þú fékkst verðlaunin áður en þú varst búin að framkvæma
þetta?
Brynhildur: Já, ég var búin að kenna náttúrufræði en ég var ekki búin að kenna
mikla heimspeki þegar ég fékk þessi verðlaun - þetta var fræðileg ritgerð sem ég
fékk þessi verðlaun fyrir.