Hugur - 01.06.2010, Page 17
Barnaheimspeki er rannsókn á möguleikum
15
búa til samræðu og halda henni lifandi í hópunum sínum, það varð bara ógern-
ingur af því að fólk hafði enga handbók eða leiðsögn. Það var ekki til neitt blað
sem sagði manni hvað átti að koma næst.
Róbert: Ertu að segja að það sé ríkari þörf fyrir samstarf í kennslu á barnaheim-
speki en öðru?
Brynhildur: Eg held að það sé ríkari þörf fyrir samstarf í þessari grein. Kennarinn
þarf líka svo nauðsynlega að lesa sjálfur og ræða um heimspekilegar spurningar.
Hann verður að næra sína eigin heimspekilegu hugsun til að geta betur stjórnað
heimspekilegri samræðu með börnum.
Hreinn: Þörfin fyrir samstarf er í og með út af því að það er engin hefð til að
byggja á. Og talandi um hefðir þá má geta þess að heimspeki hefur verið stund-
uð um árabil í leikskólanum Lundarseli á Akureyri. Meðal annars Aðalbjörg
Steinarsdóttir og Helga María Þórarinsdóttir hafa gert mjög góða hluti þar og
það virkar betur ef maður hefði aðstæður til að fylgja svona hópi eftir í gegnum
grunnskólann, byrja í leikskólanum og byggja svo ofan á, heldur en að koma inn
í einhvern dæmigerðan 12 ára bekk og segja: Jæja, nú er kominn tími til þess að
þið farið að hugsa.“ Kennarar grunnskólans sem taka við nemendum Lundarsels
segja þá skera sig úr.
Heimspeki á Islandi og lærdómur samrœðunnar
Róbert: Mig langar að víkja að Heimspekiskólanum sjálfum. Hreinn, þú stofnar
hann árið 1987 og svo stendur á heimasíðunni fyrir árið 2000: „Engin námskeið.
Skólinn er í djúpum dvala.“
Hreinn: Eg gerði mér grein fyrir í upphafi að þetta væri langtímaverkefni. Ég
sagði alltaf blákaldur: „Þetta er 20 ára plan. Eftir 20 ár verður eitthvað komið sem
skiptir máli.“ Svo bara þraut mig örendið, ég gafst upp. Og skólinn er í djúpum
dvala, en vonandi hefur hann orðið til þess að sá fræjum. Þau eru til dæmis í
leikskólanum Lundarseli á Akureyri, í kennaranáminu þar, já og hjá Brynhildi
og fleirum. Á góðum degi þá spyr maður sig: „Ætli þetta hefði gerst ef Heim-
spekiskólinn hefði ekki verið fyrst?"
Brynhildur: Ég held bara að 20 ár hafi verið of bjartsýnt. 50 ára plan hefði verið
raunhæfara. Af því að ég held að það sé að gerast eitthvað núna sem ekki hefur
verið til staðar áður. Það eru tvær aðalástæður. Kreppan er mjög góð [hlœr\, allt í
einu er gagnrýnin hugsun orðin rosa vinsæl. En fáir vita um hvað verið er að tala -
ég hef ekki heyrt neinn (annan en heimspekinga) útskýra hvað gagnrýnin hugsun
er og hvernig á að kenna hana. En núna eru líka til rætur. Það eru græðlingar í
gangi sem voru náttúrlega ekki til þegar þú byrjaðir, Hreinn. Og það sem ég á
við með því er að það eru kennarar sem eru búnir að vera að vinna í þessu inni
í leik- og grunnskólum árum saman þannig að þeir eru búnir að festa eitthvað í
sinni stofnun og farnir að hengja fólk utan á sig. Þannig að þetta er ekki jafnmikið