Hugur - 01.06.2010, Síða 20
18 Róbert Jack rœðir við Hrein Pálsson og Brynhildi Sigurðardóttur
einhvern tímann löngu seinna. Það sem var á hinum endanum hjá þessum nem-
endahópi var afskiptaleysi.
Hreinn: Merkilegt.
Róbert: Mér finnst þetta gott svar.
Brynhildur:]i., og þetta tengist því sem Hreinn var að segja. Ef ég ber enga virð-
ingu íyrir þér, þá er ég náttúrlega ekkert að tala við þig yfirhöfuð. Ég er ekki að
samþykkja það sem þú segir og ég er ekki að andmæla því og ég er ekki að leið-
rétta þig, mér er bara alveg sama. Og þetta er það versta sem ég get gert nokkurri
manneskju, sögðu krakkarnir í þessum hópi. Mér fannst þetta mjög merkilegt og
finnst enn.
Róbert: Hatur er náttúrlega merki um að það búi einhverjar tilfinningar í manni
til þess sem er verið að íjalla um, maður hafi áhuga á því og það snerti mann ein-
hvern veginn, þannig að það skiptir mann máli, er það ekki?
Brynhildur: Og þessir krakkar rökstuddu sem sagt að ef ég hata einhvern þá
skiptir hann mig einhverju máli, en algert afskiptaleysi er andstæðan við ástina
sem er þessi þörf fyrir nánd, umhyggja, hlýja og tilfinningin sem segir „ég vil vera
með þér“. „Ég vil vera með þér“, það er ástin, „ég vil ekki vera með þér, mér er
alveg sama“, það er andstæðan við ástina.
Hreinn: Það er kannski ekki við hæfi, en það er auðvelt að snúa þessu yfir á hrun-
umræðuna og íslenska stjórnmálamenningu, því að landsfeðurnir elskuðu okkur
ekki. Ef þeir hefðu elskað sína þjóð þá hefðu þeir sett sig inn í málin sem þeir báru
ábyrgð á, en í staðinn þá var það bara afskiptaleysi og lömunarveiki.
Samfélagshlutverk barnaheimspeki
Rðbert: Afþví þú nefnir samfélagsmálin má spyrja um hlutverk barnahcimspek-
innar á því sviði. Lipman og aðrir tala um að hún eigi að undirbúa nemendur fyrir
lýðræðisþátttöku. Við sjáum hins vegar það sem stjórnmálamennirnir standa í,
þeir eiga í einhvers konar umræðu, mér dettur ekki í hug að kalla þetta samræðu,
því það er enginn sem hlustar á neinn, það er enginn sem lærir neitt nýtt í sam-
ræðunni, það bara mæta allir og vita allt og tjá sig.
Hreinn: Hér er ég og þetta hef ég að segja og ég þarf að koma nafninu mínu á
mælendaskrá svo það sé fært til bókar að ég tók þátt í þessu ...
Róbert:... eða bara eins og þetta birtist manni í sjónvarpinu. Hafið þið einhvern
tímann heyrt stjórnmálamann læra eitthvað nýtt í samræðu við einhvern?
Hreinn: Það hefur ekki opinberast. Mér finnst það þó jákvætt, þetta sem er að
gerast núna, til dæmis þetta hjá Besta flokknum og hvernig hann er að kalla
ólíka aðila að borðinu og það kemur nýr tónn frá Hönnu Birnu [Kristjánsdóttur]
um svipaða hluti. Og það er auðvitað fáránlegt hvernig þetta hefur endað bara