Hugur - 01.06.2010, Page 24
22 Róbert Jack ræðir við Hrein Pálsson og Brynhildi Sigurðardóttur
er ekki sú sama. Iðulega fannst mér ég verða var við það í Heimspekiskólanum
sáluga að ég var hundfull með eigin kennslu, en svo heyrði maður þegar krakk-
arnir voru á leiðinni út með foreldrum sínum að þá var þetta eitthvað sem hafði
verið svakalega gott og uppbyggilegt. Einhvern veginn safnast þetta svona saman
til lengri tíma litið. Eg man eftir nemanda sem kom til mín, hún var málglöð og
hún hafði skoðun á öllu en fókusinn var út um allt. Og það endaði nú þannig að
einhvern tímann var ég beðinn að taka barn með í sjónvarpsviðtal og þá tók ég
þessa stúlku með mér og hvílík breyting sem hafði orðið á henni. Frá því að vera
svona út um allt þá gat hún einbeitt sér og haft fókus. Þetta er alveg jafnmikill
lærdómur og það að koma smám saman fram og taka þátt.
Skilyrði góðs samrœðufélags
Róbert: Doktorsritgerðin þín, Hreinn, fjallaði einmitt um skilyrði samræðufélags-
ins eða það sem gerir það gott. Hvað kom þar fram?
Hreinn: Þetta er nú raunar mjög einfalt og þarf ekki heila doktorsritgerð til að
komast að því, en ef ég man þetta rétt þá er lykilatriðið bara virðing fyrir mönnum
og málefnum. Með öðrum orðum þá kemur eitthvað upp og það þýðir ekki að
ýta því út af borðinu vegna þess að Jói „bekkjarfífl" hefur þessa skoðun. Þú hvorki
virðir manneskjuna né málefnið með því að stimpla svona fyrirfram.
Róbert: Það hlýtur þó að vera eitthvað meira.
Hreinn: Svo eru til ýmis tæknileg skilyrði. Þú þarft að tryggja næði, þú þarft að
tryggja rými þar sem h'kamstjáning nýtur sín og þar sem fólkið sér framan í hvert
annað ...
Brynhildur: ... varðandi kennarann þarf hann að vera þolinmóður. Og þú verður
að hafa vilja til að læra af nemendum þínum. Kennarar hafa einhvern veginn það
„mentalitet" að þeim finnst þeir verða að vita allt og menntun þeirra á einhverja
sök á því. Þeir eru eins og stjórnmálamennirnir \hlœr\.
Hreinn: En það er dásamlegur lúxus fyrir heimspekinginn að geta spurt spurn-
ingar og vita það sjálfur að hann veit ekki svarið.
Róbert: Ég upplifi það þannig að það sé nákvæmlega þetta sem kennarar eru
hræddastir við.
Brynhildur: En mér finnst það vera þetta sem gerir þessa kennslu svo æðislega,
það að upplifa svona vá-móment, „ég hafði aldrei hugsað út í þetta fyrr, þið eruð
virkilega búin að opna dyr hérna fyrir mér“. Það finnst mér æðislegt að upplifa í
kennslunni.
Hreinn: Dásamlegustu eða bestu ummælin sem mér hefur verið hugsað til um
mína kennslu komu frá nemanda mínum í sjónvarpsviðtali. Hann var beðinn
um að bera saman Heimspekiskólann og venjulega skólann og hann sagði: „Sko,