Hugur - 01.06.2010, Side 26
24
Róbert Jack ræðir við Hrein Pálsson og Brynhildi Sigurðardóttur
einn hópurinn \kímir\, ég varð að taka út eina regluna. Sú regla að „hlusta á þann
sem er að tala“, kemur alltaf, „segja skoðun sína“, kemur langoftast. Síðan eru
tvær til þrjár í viðbót, eitthvað um virðingu og mjög oft kemur án þess að ég biðji
um það eitthvað sem segir að kafa á dýptina, „ekki hjakka í sama farinu", „ekki
endurtaka sig“, eitthvað af þessu. Og ef þú ert kominn með þetta, hlusta, tala og
dýpka umræðuna, ekki hjakka, þá geturðu gert mjög marga hluti. Svo skiptum við
bara út reglum. Ef okkur finnst óþarfi að vera að minna okkur á að við eigum að
hlusta á hina af því að það er hlustun í gangi, þá tökum við upp eitthvað sem er
vandamál. Maður þarf ekkert mikið í hendi ef þessi grundvallaratriði sem Hreinn
nefndi eru til staðar, við berum virðingu hvert fyrir öðru og við viljum læra saman,
við berum virðingu fyrir málefnunum sem við ákveðum að taka inn. Eina reglan
sem ég hef beinh'nis bannað var „þetta er keppni". Við vorum búin að prófa í þrjár
vikur þegar ég bannaði hana.
Róbert: En þú hefúr ekki bannað þessa reglu strax?
Brynhildur: Ég leyfði það í nokkrar vikur og það gekk ekki. Það braut niður sam-
ræðuna, af því að nokkrir nemendur hugsuðu bara: „Ég verð að hafa rétt fyrir mér,
að hafa hæst og tala mest og þá verð ég sigurvegarinn þegar tíminn er búinn.“ Svo
gengu þeir um: ,Já, ég vann, ég vann.“ Og þetta gekk ekki.
Róbert: Þannig að þið hafið í raun gert rannsókn á því að stjórnmálaumræða
virkar ekki.
Brynhildur: Já. Sem endaði með því að ég bara með algeru einræði afmáði regluna
og þurfti náttúrlega að fást við fyluna sem kom upp í kjölfarið mánuðum saman
[hher\. Hópurinn beið þess h'klega aldrei bætur. Ég var of óþolinmóð til að bíða
eftir að þau leiðréttu sig sjálf og ég hafði áhyggjur af því að þau myndu ekki leið-
rétta sig af því að það var svo mikið valdaójafnvægi í hópnum. Ég hafði áhyggjur
af því að höfðingjarnir myndu aldrei sleppa hendinni af völdunum. Þannig að
þess vegna tók ég af skarið.
Gagnrýni á aðferð Lipmans
Róbert: Brynhildur, þú nefndir áðan Oscar Brenifier, en hann hefúr verið áberandi
a.m.k. á síðustu misserum og hann var til að mynda á ráðstefnunni „Thinking
Aloud“ hérna á Islandi í fyrra (2009). Hann hefúr gagnrýnt Lipman-samfélagið
opinskár en flestir, að ég tel. Mig langar að nefna nokkra punkta úr grein eftir
hann sem finna má á heimasíðu hans, www.brenifier.com, og fá viðbrögð ykkar.
Hann segir m.a. að lestur sem kveikja sé leið til þess að fólk lesi illa, beri ekki virð-
ingu fyrir textanum og höfúndinum. Þannig sé textinn ekki alvörutexti, heldur
leikfang. Hann sé bara notaður til að fá einhverjar umræður, en það sé enginn
sérstakur áhugi á því sem höfúndurinn er að segja og ekki sé tekist á við höfúnd-
inn sjálfan.
Brynhildur: Ég held að þetta gæti verið réttmæt gagnrýni á ákveðna úrvinnslu.