Hugur - 01.06.2010, Page 31
HUGUR | 22. ÁR, 2010 | S. 29—42
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Fagurfræði náttúrunnar
Vitræn skynjun og skynræn þekking
Fagurfræði náttúrunnar (e. the aesthetics of nature) er fræðasvið sem kom aftur
fram á sjónarsviðið á sjöunda áratug síðustu aldar eftir langt hlé. Alexander Baum-
garten notaði árið 1735 fyrstur orðið fagurfræði (e. aesthetics) um heimspekilega
greiningu á bæði listum og náttúrufegurð. Eftir það gerðu allnokkrir evrópskir
heimspekingar þessu viðfangsefni skil, þar á meðal Kant, Hume, Hutcheson, Al-
ison, Shaftesbury og Burke. Allir gerðu þeir bæði grein fyrir fagurfræðilegri upp-
lifun af listum og náttúru, Kant gerði jafnvel náttúrunni hærra undir höfði sem
helstu uppsprettu fagurfræðilegrar upplifunar.1
A 20. öld hafði náttúran með öllu horfið úr umfjöllun heimspekinga um fagur-
fræði, listir höfðu orðið að meginviðfangsefninu. Um miðja öldina var hugtak-
ið fagurfræði jafnvel orðið samnefnari fyrir heimspeki listarinnar; helstu rit um
fagurfræði báru undirtitil á borð við: „um listirV Arið 1966 vakti breski heimspek-
ingurinn Ronald Hepburn athygli manna á náttúrunni sem verðugu viðfangsefni
fagurfræði í grein sinni „Fagurfræði samtímans og vanrækslan á náttúrufegurð".3
A þeim rúmu fjörutíu árum sem liðin eru síðan hafa fjölmargar greinar og bækur
verið ritaðar um fagurfræði náttúrunnar. Svið fagurfræðinnar hefur jafnvel opn-
ast enn meira með tilkomu enn nýrri fræðasviða eins og umhverfisfagurfræði (e.
environmental aesthetics) og fagurfræði hversdagsleikans (e. everyday aesthetics).A
' E. Brady. 2003. Aesthetics of the NaturalEnvironment. Edinburgh University Press; A. Berleant og
A. Carlson (ritstj.). 2004. The Aesthetics ofNatural Environments. Broadview.
2 Sjá til dæmis: J. Margolis (ritstj.). 1962. Phitosophy Looks at the Arts: Contemporary Readings in
Aesthetics. New York: Charles Scribner’s Sons; W.E. Kennick (ritstj.). 1964. Art and Philosophy:
Readings in Aesthetics. New York: St. Martin’s Press.
3 R.W. Hepburn. 1966/2004. „Contemporary Aesthetics and the Neglect of Natural Beauty” í The
Aesthetics ofNatura/ Environments. Ritstýrt af A. Berleant og A. Carlson. Broadview.
3 Þeir Berleant og Carlson skilgreina svið umhverfisfagurfræði svo: „Umhverfisfagurfræði fjallar
um heimspekileg viðfangsefni sem snerta á fagurfræðilegri upplifun af heiminum öllum, og
ennfremur af heiminum ekki einungis sem samansafni einstakra hluta heldur einnig stærri
heilda, svo sem landslags, umhverfis og vistkerfis [...] Svið umhverfisfagurfræðinnar nær bæði
yfir fagurfræðilega upplifun af ólistrænum gripum og náttúrulegum hlutum, sem og bæði nátt-