Hugur - 01.06.2010, Síða 36
34
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
saman fagurfræðilega dóma og siðferðilegar slcyldur, er þörf á hlutlægum grund-
velli: „[...] grundvöllur sem rökfast, næmt fólk getur fallist á - fyrir því að segja
að eitthvað hafi gildi. Ef fegurð í náttúrunni eða í listum er aðeins í auga þess
sem skynjar, þá leiða engar almennar siðferðilegar skyldur af fagurfræðilegum
dómum.“15
Þó að Carlson takist í kenningu sinni að finna hlutlægan grundvöll fagur-
fræðilegra dóma um náttúruna eru ekki allir á eitt sáttir um þá leið sem hann
fer í leitinni að hlutlægni. Kenning Carlsons, sem hann nefnir náttúrulega um-
hverfismódelið (e. the natural environmental modet), kallaði fram mikil og sterk
viðbrögð frá öðrum heimspekingum sem höfðu velt náttúrufagurfræði fyrir sér.
Margir gagnrýndu hann fyrir að þrengja ramma fagurfræðilegrar upplifunar um
of og jafnvel fyrir að stuðla að vissum eh'tisma með því að halda því fram að að-
eins þeir sem búa yfir þekkingu á náttúruvísindum væru hæfir til þess að njóta
náttúrunnar fagurfræðilega. Aðrir gallar á kenningu Carlsons eru í fyrsta lagi
að hann útilokar aðrar tegundir þekkingar sem gætu verið alveg jafn viðeigandi,
t.d. listræna þekkingu, þekkingu sem býr í goðsögnum og þjóðsögum, og í öðru
lagi að hann tiltekur aldrei nákvæmlega hversu mikla vísindalega þekkingu er
nauðsynlegt að hafa; er nóg að vita að það er vatn í fossinum eða er nauðsynlegt
að vita allt um efnafræði vatnsins, fallþunga þess og lífríki árinnar til þess að geta
sagt að fossinn sé heillandi?
Thomas Heyd hefur gagnrýnt afstöðu Carlsons fyrir helst til mikla þröngsýni
þegar kemur að þeim sögum sem geta mótað fagurfræðilegan skilning okkar á
náttúrunni.16 Heyd er sammála Carlson í því að sögur af náttúrunni geti mótað
fagurfræðilegan skilning en hann hefur mjög óh'ka sýn á það hvaða sögur skipta
máh og hvernig þær þjóna þessu hlutverki. Á meðan Carlson vill nota sögur af
uppruna og tilurð náttúrufyrirbæra til þess að þrengja fagurfræðilega upphfun
af náttúrunni og ramma hana inn í ákveðið form vill Heyd nota sögurnar til
þess að víkka út fagurfræðilega upplifun okkar af náttúrunni. Samkvæmt Heyd
geta margskonar mismunandi sögur þjónað því hlutverki að benda okkur á fagur-
fræðilega eiginleika náttúrunar, þær geta hjálpað okkur að beina athyglinni að
ákveðnum einkennum í landslaginu sem við hefðum kannski ekki veitt athygli ef
sögurnar hefðu ekki leitt okkur áfram.
Það sem Heyd bendir á er tvennt: í fyrsta lagi vill hann efast um að þekking á
uppruna listaverks eða náttúrufyrirbæris sé nauðsynlegt eða nægilegt skilyrði fyrir
fagurfræðilegri upplifun, og í öðru lagi vill hann benda á að þótt vísindaleg þekk-
ing geti stundum beint athygh okkar að ákveðnum fagurfræðilegum eiginleikum
getur hún líka í mörgum tilfellum verið annaðhvort hlutlaus eða jafnvel skaðleg
þegar kemur að fagurfræðilegri upphfun.17 Bæði vísindaleg þekking á jarðfræði
eða h'ffræði sem felst í því að nefna og skilgreina náttúruleg fyrirbæri og þekk-
,s J. Thompson. „Aesthetics and the Value of Nature", EnvironmentalEthics 17 (1995). Bls. 292.
16 Thomas Heyd. 2004. „Aesthetic Appreciation and the Many Stories about Nature" í TheAesthetics
ofNaturalEnvironments. Ritstýrt af A. Berleant og A. Carlson. Broadview Press.
17 Sama rit, bls. 270.