Hugur - 01.06.2010, Page 44
42
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
virðingar og aðdáunar á því, og án þess að kunna að meta gildi þess. Með gildi
á ég auðvitað við eitthvað mun yfirgripsmeira en hagrænt gildi; ég á við gildi í
heimspekilegum skilningi".31 Það samband sem verður til á milli manns og nátt-
úru þegar hann upplifir náttúrufegurð er einn mikilvægur grundvöllur þess að ást,
virðing og aðdáun komi til sögunnar og þar af leiðandi siðferðilegar skyldur. Fag-
urfræði náttúrunnar er þannig einn mikilvægasti grundvöllurinn til þess að kryfja
þetta ástarsamband manns og náttúru sem liggur til grundvallar siðfræðinni og
er því verðugt viðfangsefni sem getur hjálpað okkur að skilja siðferðilegar skyldur
okkar þegar kemur að náttúrunni og takast á við ákvarðanir um náttúruvernd og
nýtingu. Með því að beina athyglinni að siðferðilegu sambandi manns og nátt-
úru leiðir fagurfræðileg þekking okkar á náttúrunni í þessum víða skilningi til
dýpri sjálfsþekkingar á okkur sjálfum sem hluta af náttúrunni. A sama tíma og
gildi náttúrunnar er túlkað of þröngt (aðeins efnahagslega og vísindalega) er staða
mannsins innan náttúrunnar túlkuð of þröngt. Maðurinn er á endanum nátt-
úruvera, ekki bara í þeim skilningi að hann lifi af náttúrunnar gæðum heldur er öll
hans hugsun og vera, öll hans menning, alltaf nú þegar í órjúfanlegum tengslum
við náttúruna.32 Ef þekking á fagurfræðilegu gildi náttúrunnar er flokkuð sem
„tilfinningarök" sem ekki skipta máli eigum við á hættu að missa sjónar á afar
mikilvægri þekkingu á því hvað það er að vera mannleg náttúruvera. Fagurfræði
náttúrunnar er því fræðasvið sem vert er að veita athygli á tímum hnattrænnar
hlýnunar og annars vanda er viðkemur umhverfinu sem krefjast þess beinlínis að
mannkynið endurskilgreini samband sitt við náttúruna.
Abstract
The Aesthetics of Nature: Cognitive Perception and Perceptual Cognition
This paper gives a brief overview of the field of aesthetics of nature. From the
late i8th century until the middle of the 20* century, natural beauty was neglected
within the philosophical discipline of aesthetics. In the 1960’s, interest in the
aesthetic experience of nature was revived and since then the academic field of
aesthetics of nature has been growing and developing. The paper provides an
overview of the main topics and debates within the aesthetics of nature, including
the debate between cognitive and non-cognitivc thcories, and suggests possible
ways of bridging the gap between those two approaches.
31 A. Leopold. 1949. A Sand County Almanac and Sketches here and there. Oxford University Press. Bls
223.
32 Páll Skúlason. 2005. Hugleiðingar við Öskju. Reykjavík: Háskóli Islands, Háskólaútgáfan.