Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 46
44
Vilhjálmur Arnason
frjálst-skapandi listir eins og málaralist, tónlist og ritlist, sem nútímamönnum
kunna að koma fyrst í hugann þegar listir eru nefndar, heldur skýrt viðfangs-
bundnar starfsgreinar á borð við læknislist og skipstjórnarlist, eða list söðlasmiðs-
ins og húsagerðarmannsins. Samlíkingin gengur yfirleitt út á að sýna að slíkar
listir lúti ákveðnum tilgangi, telosi, sem felur í sér mælikvarða á það sem vel er gert
og hæfilega. „Læknislistin var einmitt búin til í því skyni að sjá líkamanum fyrir
því sem hann þarfnast", segir Sókrates við Þrasýmakkos í Rikinu (341E). Þessi orð
eru liður í röksemd fyrir því að enginn kunnáttumaður í list beri sinn eigin hag
fyrir brjósti „heldur gætir hann hags þess sem hann stjórnar og er viðfangsefni
listar hans“ (342E).2 Þannig verða listirnar skólabókardæmi um tilgangshyggj-
una sem er hryggjarstykki forngrískrar manneðlisfræði og þeirrar siðfræði sem af
henni flýtur. Með sama hætti og listirnar þjóna ákveðnum tílgangi lýtur breytni
mannsins þeim tilgangi að hugsa og breyta skynsamlega en það er nauðsynleg
forsenda þess að honum geti farnast vel.
I öðru lagi eru list (techné) og þekking (episteme) samofin í greinargerð Platons
og þau tengsl eru yfirfærð á siðferðið. Um það skrifar Eyjólfiir Kjalar Emilsson:
Sókratesi var hugleikin sú tilgáta að í siðferðiefnum, bæði ríkis og ein-
staklinga, væri hægt að öðlast þekkingu. „Dygð er þekking" kenndi hann.
Hann virðist hafa haft sérstakt dálæti á að bera saman siðferði og faglega
þekkingu, til dæmis læknislist eða skipstjórnarlist, og haldið því fram
að siðferði og siðferðilegar ákvarðanir hljóti að byggjast á hliðstæðum
reglum og rökum og gilda í þvílíkum greinum.3
I samræmi við þetta laut h'fernislistin hjá Platoni áþekkum reglum og til að
mynda læknislist og í báðum tilvikum ráðast lögmál listarinnar af eðli viðfangs-
efnisins. Sú skapgerðarmótun sem er viðfangsefni lífernisUstarinnar var því kunn-
áttugrein sem brýnt var að tileinka sér bæði í persónulegu lífi og í stjórnmálum.
Aristóteles ræðir þessi atriði mun skipulegar en Platon og víkur líka frá
greinargerð hans í mikilvægum atriðum, enda taldi hann að lærifaðirinn hefði
gengið of langt í samhkingu hstar og dygðar. Aristóteles gerði sér mikinn mat úr
sambærilegri tilurð listar og dygðar og þeirri staðreynd að báðar lúta lögmálum
meðalhófsins og eru eyðilagðar með öfgum. En hann gerði h'ka skýran grein-
armun á sköpun (foiesis) og siðferðilegri breytni (ýraxis):
Það sem verður til fyrir list ber sjálft kosti sína; þess vegna nægir að sh'kt
sé af ákveðinni gerð. Ef það sem verður til samkvæmt dyggðum er af
ákveðinni gerð fylgir ekki að slíkt sé gert réttlátlega og hófsamlega, held-
ur verður breytandinn einnig að vera í vissu ástandi þegar hann breytir.
I fyrsta lagi verður hann að hafa þekkingu, í öðru lagi að ákveða athafnir
2 Platon: Ríkiö, Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 1991), bls.
130.
3 Eyjólfur Kjalar Emilsson: „Inngangur" að Ríkinu, bls. 23.