Hugur - 01.06.2010, Síða 51
Höggmyndir oggimsteinar
49
einstakling sem tjáir sig „spontant" eða hiklaust. Frá klassísku sjónarmiði skiptir
meginmáli hvort hikleysið sé sprottið úr staðfastri skapgerð sem mótast hefur
í ferli sjálfsögunar og ígrundunar eða hvort það er afurð utanaðkomandi áreita
eða hvatvísi. Sartre leiðir ekki hugann sérstaklega að þessum greinarmuni og
vanmetur þannig hið persónusögulega ferli sem einkennir fagurfræði sjálfsins.
Höfuðatriði í lýsingu hans er að tilvistarhetjan gangist við því að hann gefúr
siðaboðum gildi og merkingu með því einu að bregðast við þeim. Að mati Sartres
er óhjákvæmilegt að menn séu stöðugt að skapa gildi með athöfnum sínum en
það er einungis verufræðileg staðreynd. Hið siðferðilega markmið er að verða sér
meðvitaður um sköpunarferlið sem er orðið allt annað en sú forngríska skapgerð-
arlist sem ég ræddi stuttlega hér að ofan.
I riti sínu „Hvað eru bókmenntir?“ lýsir Sartre markmiði listsköpunar út frá
því að búinn sé til heimur sem eigi rætur sínar í frelsinu jafnframt því sem raun-
heimurinn birtist þannig að hann sé viðfangsefni frjálsrar sköpunar.25 Sartre hef-
ur verið gagnrýndur fyrir að fórna fagurfræðinni með því að leggja siðferðilegar
kvaðir á rithöfunda sem beri að umgangast orðin í því skyni að vekja frelsisvitund
lesenda. Mér virðist að gagnrýna megi Sartre h'ka fyrir að skilja siðferðislífið um
of á „fagurfræðilegum" nótum. Það mætti ef til vill orða gagnrýnina þannig að
sköpunarkrafan komi of snemma í hugsun Sartres. Með vísun til áðurnefndr-
ar myndlíkingar Plótínosar virðist mér að höggmyndalist skapgerðarinnar sé
forsenda siðferðilegs hikleysis. Því að „sálina verður að venja“, eins og Plótínos
kemst að orði. Áður en einstaklingurinn nær því stigi að verða hiklaus og ábyrgur
skapandi eigin lífs verður hann að „nema burt hér, sh'pa þar, slétta þennan hluta,
skerpa hinn uns hann hefúr fengið fagurt andht á styttuna".26 Og prófsteinn feg-
urðarinnar er hófstilling sálarinnar. Vandinn er hins vegar sá að þá yrði kannski
ekkert eftir af hinum fúhveðja manni í skilningi Sartres, ungæðislegum einstak-
lingi sem tjáir sjálfan sig uppnuminn af nývöknuðu frelsi; maður sér hann fyrir
sér mála bæinn rauðan í æsingi fremur en að hófstiUa sig með manndómsmeitU
Plótínosar. Sjálfið sem birtist undan meitUnum er fjarri því að vera uppblásið
einstaklingssjálf heldur þaulöguð mannsmynd sem er, þegar best lætur, orðin eitt
með alheiminum (logos), ef til viU líkt og „steinn sem hafið fágar".
4
Sú athugasemd að fagurfræði tilvistarinnar í skilningi Sartres sé af aUt öðrum
toga en hugmyndir Forngrikkja kemur ekki á óvart enda gerði Sartre sér far um
að umsnúa hefðbundnum mannskilningi. Öðru máU gegnir í þessu sambandi um
landa hans Michel Foucault sem beinh'nis leitar í smiðju Forngrikkja til að útUsta
hugmynd sína um fagurfræði tilvistarinnar (þótt hann sæki raunar eins og Sartre
hka til hugmynda franska skáldsins Baudelaires). Foucault leggur sérstakan skiln-
25 Jean-Paul Sartre:„What is Literature?" and other Essays, ensk þýðing B. Frechtman (Cambridge,
MA: Harvard University Press 1988), bls. 63. Sjá um þetta atriði Tliomas C. Anderson: Sartre’s
Two Ethics. From Authentiáty to Integra/ Humanity (Chicago: Open Court 1993), bls. 57 5^■
26 Plótínos, „Um fegurðina“, bls. 168. Tilvitnun er breytt úr framsöguhætti í nafnhátt.