Hugur - 01.06.2010, Page 60
HUGUR | 22. ÁR, 2010 | S. 58—71
Ólafur Páll Jónsson
Leikur, list og merking
Gjaman er látið að því liggja - en sjaldnar reynt að gera nákvæmari grein fyrir því
- að leikur og skapandi starf eigi eitthvað mikilvægt sameiginlegt. Hvað skyldi
það geta verið? Ymislegt kann að koma til greina. Oft er sagt að leikur sé háttur
barnsins á að læra - að það læri í gegnum leik - og það er líka sagt að börn séu
í eðli sínu skapandi einstaklingar. Það er talað um frjálsan leik, og það sem gerir
leikinn frjálsan er að hann er óbundinn af stífum reglum um framvindu og þar
með linnulaus nýsköpun á hverju augnabliki. En hversu djúpt rista þessi sam-
kenni? Leikur og skapandi starf virðast líka vera eðlisóhk. Hinn félagslegi þáttur
er sterkur í leiknum - jafnvel nauðsynlegur - á meðan sköpunarverk em gjarnan
unnin í einrúmi. Leikurinn virðist h'ka vera sjálfhverfur eða innhverfur í þeim
skilningi að hann býr sér til lokaðan heim, er bundinn stund og stað, á meðan
sköpunarverk vísa gjarnan út fyrir eigin stund og stað, verða jafnvel klassísk. Leik-
urinn er hka háður gerendum sínum á meðan sköpunarverk hafa tilhneigingu til
að losa sig frá gerendum sínum og eignast jafnvel sjálfstætt h'f. Þessi samkenni og
frábrigði eru viðfangsefni mitt á þessum blöðum - ekki síst spurningin um það
hvort eitthvað megi læra af þeim um leik og skapandi starf, og h'ka um merkingu,
reynslu, fegurð og mannlegt eðli.
Leikur og merking
Þegar sagt er að leikurinn sé háttur barna á að læra, þá er minna sagt en halda
mætti því leikir em af svo margvíslegu tagi og lærdómur líka. Sem háttur barna er
leikur enginn einn háttur, heldur safn hátta, heil fjölskylda, og það heldur sundur-
leit. Á leiðinni heim úr leikskólanum verður það leikur að stíga ekki á brotnu
gangstéttarhehurnar, svo má ekki vekja sebrahestinn þegar farið er yfir götu. I
leikskólanum var farið í heimiliskrók og eldaður matur, þar komu líka prinsessur í
heimsókn. Svo var kannski hlaupið í skarðið úti þegar búið var að afgreiða tröllið
og geiturnar þrjár í klifurkastalanum. Þegar sagt er að barnið læri gegnum leikinn
verður því að segja aðeins meira vilji menn yfirleitt segja eitthvað bitastætt. Við