Hugur - 01.06.2010, Page 64
Ó2
Ólafur PállJónsson
List og líf
Stundum segjum við að viðfangsefni listar sé fegurð — að minnsta kosti virðist það
vera viðfangsefni sumrar listar. En kannski ættum við að segja að viðfangsefnið sé
einfaldlega hlutir eða fyrirbæri - t.d. gamlir og slitnir skór - en að fegurðin sé líf
hlutarins. Eða kannski er fegurð hlutarins sá eiginleiki hans að fanga auga áhorf-
andans - eða eyra áheyrandans, eða bragðskyn, eða snertiskyn, eða ímyndunarafl
þess sem á annað borð kemst í snertingu við hlutinn með þeim sérstaka hætti
að hluturinn verður lifandi fyrir honum sem sjálfstæður veruleiki. Þegar hlutur
vaknar til lífsins með þessum hætti er verðmæti hans, eins og það birtist í skynjun
þess sem nýtur hlutarins, ekki bundið gagnsemi eða tilgangi sem liggur utan við
hið fagurfræðilega samband hlutarins og skynjandans. Auðvitað gemr hluturinn
verið gagnlegur með einum eða öðrum hætti - hlutur sem megnar að vekja slíkar
kenndir getur t.d. verið dýrmæt söluvara.
Þýska skáldið Rainer Maria Rilke lýsti því af mikilli list í ýmsum kvæðum
hvernig hlutir sem virtust vera dauðir gátu lifnað við og fangað auga áhorfanda.
Sem dæmi má nefna kvæðið „Forn bolur Appollóns" sem Þorsteinn Gylfason
hefur þýtt á íslensku.
Vér þekktum ekki fáheyrt höfuð hans
með hvarmaeplin þroska og ljósi fegin.
En lampi bolsins logar. Niður dregin
nú lifir sjón hans þar í ferskum glans
því annars gæti ekki blindað þig
hans ávöl bringa, og kviknað bros þar innar
og læðzt að horfnum limi frjóseminnar
í lífsins miðju um þýðra lenda svig.
Þá væri hann ekki nema stýfður steinn
sem stæði undir glærum herðum einn,
og ljómaði ei sem ljónsins feldur sléttur
og brytist ekki úr ytra borði sínu
sem stjarna: hér er enginn agnarblettur
sem ekki sér þig. Breyttu lífi þínu!10
Hér er listin tvöföld - eða þreföld. I fyrsta lagi lýsir Rilke gamalli styttu af
gríska guðinum Appollóni, og þó lýsir hann varla styttu því af henni var ekkert
eftir nema bolurinn, aðrir partar eru glataðir. Fyrir augum Rilkes verður styttan
sprelllifandi, raunar svo að enginn getur vikið sér undan augliti hennar. I öðru
lagi er kvæðið sjálft svo grípandi að það er eins og styttan blasi við manni, og þó
er hún hvergi nærri. Og loks hefur þetta kvæði, sem ort er á þýsku, verið fært í
íslenskan búning og gefið líf í nýju landi þar sem þýska frummyndin er naumast
10 íslensk þýðing er eftir Þorstein Gylfason, Sprek af reka, Mál og menning, Reykjavík, 1993, bls.
125.