Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 65
Leikur, list og merking
63
annað en strik á blaði. I skýringarkafla aftast í kvæðakverinu þar sem þýðingin
birtist segir Þorsteinn um þetta kvæði:
Rilke bjó í París á fyrsta og fram á annan áratug aldarinnar, og á þeim
árum fann hann upp á því að yrkja hvert kvæðið af öðru um dauða hluti.
Markmiðið var að koma orðum að hlutunum sjálfum án þess að hugsanir
og tilfinningar, sem skáldskap er venjulega ætlað að láta í ljósi, flæktust
fyrir sjón skáldsins. Ef til vill má komast svo að orði að Rilke hafi viljað
reyna að gera það í kvæðum sem enginn hafði áður reynt að gera nema
í myndum. Hann reyndi að segja það sem öðrum hafði þegar bezt lét
tekizt að sýna.
Og í lokin á þessari skýringargrein segir Þorsteinn:
Sumir segja að [„Forn bolur Appollóns1'] sé kvæði um köflun listarinnar,
aðrir að það sé krafa um nýja lífshætti og gera það að minnismerki yfir
heilt aldarfar eða fyrirboða nýs. En ég held að Rilke hefði þótt nær að
segja að það sé kvæði um ævagamlan brotinn stein. Kannski hafði Hann-
es Pétursson einmitt þetta kvæði í huga þegar hann sagði að Rilke hefði
gert sér steinana byggilega.11
Hvernig getur gamall brotinn steinn í senn verið listaverk og viðfangsefni lista-
verks? Kannski svarið sé einmitt þetta: Steinninn getur verið listaverk vegna þess
að hann getur verið viðfangsefni flstaverks. Rétt eins og skjaldbökuskeljatala getur
verið leikfang vegna þess að hún gctur tekið þátt í leik. Ein snilldin í kvæði Rilkes
er að hann blæs virkilegu fl'fi í hlut sem virtist vera dauður - steindauður. Til þess
notar hann öll tæki listarinnar; kvæðið er sonnetta þar sem rím og atkvæði fylgja
föstum reglum og á íslensku er kvæðið sett með stuðlum og höfuðstöfum að auki.
En kvæðið er fl'ka tilboð til lesandans um að horfa með öðrum augum á heiminn
í kringum sig - kannski þannig að steinarnir verði manni byggilegir.
Yrkisefni Rilkes í kvæðinu „Forn bolur Appollóns“ er í raun fábrotið. Gamall,
brotinn steinn. í því fólst einmitt ögrun skáldsins. Litlu eldri en Rilke var Páll
Olafsson skáld sem við þekkjum af kvæðum eins og „Blessuð vertu sumarsól" og
„Lóan er komin“. Páll orti mikið og samtímamenn lofuðu tungutak hans sem
ávallt var laust við uppgerð og nánast eins og hversdagsmál þótt kveðskapurinn
virti fl'ka ströngustu bragfræðireglur. Samtímamenn hans sögðu fl'ka að yrkisefnin
væru fábrotin og fannst það síðra.12 En eins og hjá Rilke þá er það ein snilldin í
skáldskapnum. Þorsteinn Erlingsson skildi þetta vel.
[...] nálega aflar þessar perlur eru tíndar upp af stéttum og stígum þar
sem aðrir troða ofan á þær og sáu þær ekki eða litu ekki við þeim. Yrkis-
' Þorsteinn Gylfason, Sprek af reka, bls. 214-215.
Páll Ólafsson, Egskalk-veða um einapig. Ástarljód Pá/s Ólafssonar,Pórarinn Hjartarson tók saman
°g skrifaði innganga, Salka, Reykjavík, 2008, bls. 20.