Hugur - 01.06.2010, Qupperneq 67
Leikur, list og merking
65
hlutanna, legu þeirra, lögun, stærðarhlutföllum og hreyfingu; eyrað ekki
eins næmt fyrir hljóðum og tónum, mismunandi styrk þeirra, hæð og
hljómblæ, samræmi og ósamræmi; nefið óþefvísara og því óvandara að
virðingu sinni, er um ilm eða angan er að ræða; tungan óbragðnæmari
og smekkurinn því óhlutvandur; húðin ekki eins viðkvæm fyrir áhrif-
um, hvort sem þau eru snerting, þrýstingur, hiti, kuldi eða hvað annað;
og jafnframt þessu ætti hinn ómenntaði ekki að hafa eins viðkvæma
tilfinningu fyrir sælu og kvöl, þægindum og óþægindum, er skynjanir
vekja. Skynfæri hans og taugakerfi væru með öðrum orðum grófgerð og
ónákvæm; hann væri andlegur þykkskinnungur.15
I þessari tilvitnun birtist vel hvernig Guðmundur lítur á menntun - menntun er
fólgin í eflingu sálargáfna mannsins og þá skynjunarinnar ekki síður en skynsem-
innar, viljans, dómgreindarinnar, tilfinninganna, minnisins og ímyndunaraflsins.
En Guðmundur leggur líka áherslu á að þessar sálargáfur - eða eðlisgáför eins og
hann kallar þær - verða ekki ræktaðar hver fyrir sig.
En vér megum ekki gleyma því að mannsálin er engin kommóða með
mörgum skúfföm og sitt í hverri, skynjanir í einni, ímyndanir í annarri,
tilfinningar í þriðju o.s.frv., heldur er hún lifandi heild, þar sem einum
þættinum er brugðið og slungið um annan, viðkvæmur veför, þar sem
alhr þræðir titra, sé einn þeirra snortinn.16
I þessum tilvitnunum leggur Guðmundur megináherslu á skynfærin. Einhver
veltir því eflaust fyrir sér hver hlutur skilningsins sé í þessari mynd. Er merkingar-
heimur ekki fyrst og fremst heimur skiljanlegrar heildar? Er ekki meginhlutverk
merkingarheimsins að gera tilveru einstaklingsins skiljanlega? Hér vaknar því
spurningin um tengsl skynjunar og skilnings og samspil þessa tvenns í því að gera
tilveruna í senn ríkulega og merkingarbæra.
Skilningur, skynjun og merkingarheimur
Við skiljum það sem fyrir augu ber - við lcggjum merkingu í umhverfi okkar —
hvort heldur það er listaverk, gangverk náttúrunnar eða athafnir annarra manna,
með því að setja það í ákveðið samhengi. En það er ekki sama hvert samhengið
er. Sá sem reynir að skilja bókmenntaverk með því að mæla þyngd bókar sem
hann heför í höndunum, telja blaðsíðurnar eða athuga sýrustigið í pappírnum,
mun ekki skilja það sem hann heför fyrir framan sig sem bókmenntaverk. Hann
skilur bókina kannski sem efnislegan hlut, eða sem prentgrip, en merking hennar
sem bókmenntaverks verður ekki ljós. Hér má því gera greinarmun á viðeigandi
°g óviðeigandi samhengi og þá einnig á viðeigandi og óviðeigandi skilningi. En
Guðmundur Finnbogason, Lýðmenntun, Rannsóknastofa Kennaraliáskóla íslands, Reykjavík,
I6 i994.bls.34.
Guðmundur Finnbogason, Lýðmenntun, bls. 37.