Hugur - 01.06.2010, Page 76
74
Guðíjörg R. Jóhannesdóttir
viðeigandi að þýða aesthetics sem skynjunarfræði í stað fagurfræði. Þessi skynj-
unarfræði takmarkast hvorki við fagurfræðilega dóma né við einfalda skynjun á
formum og údínum; hér er um mun víðtækari skilning á fagurfræði og fegurðar-
hugtakinu að ræða.
Auk þess að byggja hugmyndir sínar á þeim skrifum Merleau-Ponty sem snerta
á list byggir Johnson einnig á hugmyndaheimum þeirra listamanna sem Merleau-
Ponty íjaUaði mest um; Cézanne, Klée og Rodin. I augum Merleau-Ponty mátti
finna einstakar hliðstæður á milli viðhorfa í nútímalist og fyrirbærafræði. Hann
sá í báðum greinum samskonar löngun til þess að veita þeirri reynslu sem kemur
á undan hugtökum og þekkingu meiri athygli. Alveg eins og Cézanne reyndi að
festa á striga beina lifandi skynjun sína á heiminum reyndu fyrirbærafræðingar
að lýsa beinni skynreynslu með því að „fresta" náttúrulega viðhorfinu sem fæst við
að flokka og smætta veruleikann niður í einstaka hluti. Merleau-Ponty taldi að í
raun hefði listín umfram aðra miðla getuna til þess að lýsa því hvernig við lifum
meðal hlutanna í heiminum, hvernig við upplifum heiminn og tengjumst honum
í gegnum skynjunina. Hann heldur því fram í ritgerðinni „Eye and Mind“7 að
málaralistin sé á einhvern hátt færari en heimspekin um að framkvæma fyrir-
bærafræðilega frestun og afturfærslu; að fresta hugtökunum og færa veruleikann
á svið hreinnar skynjunar. Málarinn miðlar reynslu af veruleikanum milliUðalaust
í gegnum listsköpun sína, í málverkinu er milliliðnum sem felst í notkun á orðum
og hugtökum sleppt. I stað þess að skynja veruleikann fyrst í gegnum líkamann og
fella svo skynjunina undir orð og hugtök miðlar listamaðurinn skynjuninni beint í
gegnum augu sín og hendur. Það var þetta listræna ferli sem Merleau-Ponty vildi
rannsaka til þess að sjá nýjar víddir í verufræði og fyrirbærafræði.
Til þess að nálgast túlkun Johnsons á fegurðarhugtakinu er gagnlegt að byrja
á því að kynnast einu mikilvægasta hugtaki hinnar nýju verufræði sem Merleau-
Ponty leiddi af hugleiðingum sínum um listina: flesh, eða hold. Þegar við frestum
þeim aldagamla hugsunarhætti okkar sem gerir ráð fyrir að vitund og viðfang séu
algerlega aðskilin sjáum við að mati Merleau-Ponty að heimurinn eins og hann
birtist okkur er ekki þess eðlis að við getum skipt honum niður í aðskilda hluta
og sett þá í hólf:
Við verðum að hafna hinum aldagömlu forsendum sem staðsetja lík-
amann innan heimsins og sjáandann innan h'kamans, eða öfugt, heiminn
og líkamann innan sjáandans eins og í kassa. Hvar eigum við að staðsetja
skilin á milli h'kamans og heimsins, fyrst heimurinn er hold?8
Líkaminn er ekki einangraður hlutur sem á heima í hólfinu heimur, og sjónin er
ekki einangraður hlutur sem á heima í hólfinu líkami. Merleau-Ponty vill heldur
líta svo á að mörkin á milli líkama og heims séu í raun ómerk þar sem bæði h'kami
7 Maurice Merleau-Ponty. 1961/1993. „Eye and Mind“ í The Mer/eau-Ponly Aesthetics Reader: Pbilo-
sophy and Painting. Ritstýrt af Galen A. Johnson. Evanston, Illinois: Northwestern University
Press. Bls. 121-150.
* Maurice Merleau-Ponty. 1968. „The Intertwining-The Chiasm" í The Visible and the Invisible. Ev-
anston, Illinois: Northwestern University Press. Bls. 138.