Hugur - 01.06.2010, Page 81
Háleitfegurð
79
°g upphcl]a vitundina, snýst hún frekar um að upplifa opnun og tengsl á milli
vitundar og viðfangs; vitundin sleppir takinu og leyíir viðfanginu að taka yíir; og
rnerkingin verður til í andrúmsloftinu á milli vitundar og viðfangs í stað þess að
vera varpað yíir viðfangið af upphafinni vitund.
Með þessum nýja skilningi á fegurðarhugtakinu íylgir einnig önnur hugmynd
um hið háleita, og tengsl þessara tveggja hugtaka. Hinn hefðbundni skilningur
sem á rætur sínar í kantískri fagurfræði gerir ráð fyrir að munurinn á upplifun af
fegurð og háleitri upplifiin liggi einkum í því að fegurð á að vera hagsmunalaus og
laus við tilfinningar en hið háleita er tilfinning. Fegurð felst í formi viðfangsins og
anægju sem formið vekur hjá vitundinni, hún á því rætur sínar í ytri eiginleikum
viðfangsins. Hið háleita á aftur á móti rætur sínar í innra ástandi vitundarinnar.
Samkvæmt Kant er þannig hægt að nota orðið fegurð um náttúruna; nátturan er
fögur, en orðið „háleitt" er notað til að lýsa tilfinningu vitundarinnar, ekki viðfangi
þessarar tilfinningar; það er ekki náttúran sem er háleit, heldur tilfinningin.
Þessi munur á því hvernig hugtökin tvö eru notuð minnkar með nýjum skiln-
lngi á fegurð sem gerir ráð fyrir því að tilfinningar og þrá eigi sinn þátt í feg-
urðarupplifun; og nýjum skilningi á hinu háleita sem viðurkennir að hin háleita
tilfinning á ekki bara rætur sínar í vitundinni heldur er hún h'ka viðbragð við
ákveðnum hlutlægum eiginleikum fyrirbæranna sem tilfinningin vaknar frammi
fyrir. Það er þannig ljóst að hið hefðbundna gap á milli fegurðar og þess háleita
minnkar þegar betur er gáð að þeim þráðum sem tengja hugtökin saman. Næst
verður vilöð að fleiri snertipunktum fegurðar og þess háleita sem bæðijohnson og
femíníski heimspekingurinn Bonnie Mann hafa veitt athygli.
II - Háleitfegurð
Samkvæmt hinum hefðbundna kantfska skilningi á hugtökunum „fegurð" og„hið
háleita“ er hið fyrrnefnda órjúfanlega tengt kvenleika en hið síðarnefnda tengt
karlmennsku. Þessi kynjaða hugmynd kristallast í riti Kants frá 1764, Observations
on the Feeling of the Beautifal and Sublime17 þar sem hann rekur hvernig hlutverk
hvenna er að vera fagrar og hugsa fagrar hugsanir á meðan hlutverk karla er að
hugsa háleitar hugsanir um siðferði og samfélag. Mann bendir á að konur eru oft
1 hlutverki viðfangsins í heimspekilegum verkum, en það er þó aldrei eins áber-
andi og í umfjöllun um fegurð. Vestræn hugsun hefur gert fegurð að h'fsverkefni
hinnar hvítu evrópsku konu; eins og Kant sagði þá er það ekki viðeigandi fyrir
konur að hugsa um neitt alvarlegra en fegurð, að hans mati gætu þær allt eins
safnað skeggi.18
Að mati Mann hafa þessar rótgrónu hugmyndir um fegurð og hið háleita af-
ðrifaríkar afleiðingar fyrir vestrænan hugmyndaheim og mannskilning:
Immanuel Kant. 1960. Observations on the Feeling of the Beautiful and Sublime. Þýtt af John T.
Goldthwait. Berkeley: University of California Press.
Bonnie Mann. 2006. Womens Liberation and the Sublime: Feminism, Postmodemism, Environment.
Oxford University Press. Bls. 26.