Hugur - 01.06.2010, Síða 82
8o
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Viðsnúningurinn í áttina að því sem við berum nú kennsl á sem hina
karllægu útgáfú af háleitri reynslu í póstmódernískum heimi er einkenni
á því hvernig við, í hinum svokallaða þróaða heimi, lifum í dag - á brota-
kenndri, tæknivæddri tilveru, sem gengur sinn gang á svimandi hraða yfir
ómögulegar fjarlægðir.19
Hinn karUægi skilningur á hinu háleita gerir ráð fyrir vitund sem er aðskilin frá
viðfanginu, hún horfir á viðfangið úr öruggri fjarlægð og sigrast á því með rök-
hugsun sinni. Hjá Kant kemur hin háleita reynsla einkum til sögunnar gagnvart
náttúrunni. Viðfangið er hrikaleg náttúra sem veldur ótta hjá mannverunni vegna
stórkostlegra krafta sem geta á augabragði gert agnarsmáa mannveruna að engu.
Reynslan ætti því að gera mannverunni grein fyrir órjúfanlegum tengslum sínum
við náttúruna; hvernig tilvist okkar er háð þessu mikla afli. En hjá Kant er því ekki
svo farið, og ef til vill ekki við öðru að búast af hugmyndum sem urðu til á þeim
tíma sögunnar þegar menn höfðu í fyrsta sinn „sigrast" á náttúrunni með tækni
og vísindum sem gerðu þeim fært að stjórna henni. Hin háleita reynsla hjá Kant
gerir mannverunni jú skiljanlegt að hún er tengd og háð náttúrunni en þar með
er ekki öll sagan sögð því um leið gerir reynslan mannverunni skiljanlegt að hún
hefur mátt til þess að rjúfa þessi tengsl og ná stjórn á náttúrunni, bæði náttúrunni
innra með sér og hinni ytri náttúru. Samkvæmt þessari hugmynd Kants kristall-
ast í hinu háleita bæði óendanlegir yfirburðir mannsins gagnvart náttúrunni og
þau óumflýjanlegu örlög hans að verða „frjáls“ frá náttúrunni.
Að mati Mann leiðir þessi skilningur á hinu háleita af sér ákveðinn mann-
skilning sem byggist helst á því að rjúfa tengshn á milli manns og náttúru og
einnig tengslin á milli fólks; hver einstaklingur er aðskilin vitund sem nær stjórn
á viðfongum sínum:
Hver hlutur í þeirri veröld hluta sem við búum í er þakinn samböndum
við annað fólk á öðrum stöðum umhverfis hnöttinn [...]. Við erum inn-
sigluð innan okkar eigin viðhorfa af þeim mynstrum, venjum, hreyfingum
og athöfnum sem skapa daglegt líf okkar. (Fyrir femíníska fræðakonu í
Norðrinu felst þetta til dæmis í því að ég kveiki á tölvunni, skoða tölvu-
póstinn, tek upp farsímann, fer um borð í flugvélina á leið til ráðstefnu
þar sem aðrir sem kveikja á tölvunum sínum, skoða tölvupóstinn og taka
upp farsímana munu einnig koma með flugvél og taka leigubíla sem eru
keyrðir af óskráðum ökumönnum frá E1 Salvador; við munum borða
taílenskan mat saman á milli málstofa og panta kaffi frá Nicaragua.)
Aðrir eru gerðir að tækjum í þessum hversdagsheimi (þeir sem bjuggu
til tækin, þeir sem framreiddu matinn); þeir koma ekki inn í minn heim
sem persónur, heldur sem tæki.20
Til þess að komast út fyrir þennan hugsunarhátt er nauðsynlegt samkvæmt
19 Sama rit, bls. 153.
20 Sama rit, bls. 154-55.