Hugur - 01.06.2010, Page 86
84
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Hið sér-íslenska landslag: hrikalegir og formfagrir jöklar, kraftmikil og lit-
skrúðug háhitasvæði, svartir, endalausir sandar og úfnar hraunbreiður eru lands-
lagsgerðir sem falla ekki auðveldlega undir hina hefðbundnu skilgreiningu á feg-
urð. Fegurðin sem við teljum okkur upplifa í þessari náttúru er ekki bara falin í
kyrrlátri hugleiðingu á fallegum formum. Hið háleita virðist vera hugtak sem
ætti að gagnast betur til að skilja upplifun af þessum landslagsgerðum, því þessi
uppHfun er kraftmikil og oft á tíðum dulúðleg. En ef við skoðum eigin reynslu þá
kemur í ljós að við notum jú orðið fegurð til þess að lýsa upplifun okkar af þess-
ari náttúru. Sú merking fegurðarhugtaksins sem Mann og Johnson draga fram
í gegnum femínískar og fyrirbærafræðilegar túlkanir sínar gerir okkur kleift að
halda í notkun orðsins „fegurð“ þrátt fyrir að hin hefðbundna merking þess eigi
ekki við reynslu okkar af íslenskri náttúru. Fagurfræðilega upplifun af íslenskri
náttúru er ekki hægt að skilja sem annaðhvort fagra eða háleita í hefðbundnum
skilningi þessara orða, en ef við skiljum þessi hugtök á annan hátt sem gerir ekki
ráð fyrir djúpri gjá á milli þeirra getum við öðlast skilning á því hvernig háleit
fegurð íslenskrar náttúru getur gert okkur kleift að sjá okkur sjálf sem verur í
tengslum við þessa náttúru og við hvert annað.
Abstract
Sublime Beauty: Phenomenological and Feminist Interpretations of the
Concept of Bcauty
In 2o'h century aesthetics the concept of beauty had almost disappeared; it was
judged useless, embarrassing, or simply dead by both artists and philosophers
who claimed that beauty did not sufhce any longer to explain new developments
in the artworld. Recently, some authors have made attempts to revive the concept
of beauty by redefining it and examining some sides of the concept that have
been neglected in the traditional Western understanding of beauty. These at-
tempts have been made both within phenomenological and feminist thinking. In
this paper two of these attempts are examined: Galen A.Johnson’s rethinking of
beauty through Merleau-Ponty’s philosophy, and Bonnie Mann’s interpretation
of the concept of the sublime and its relation to beauty. Both of these authors
emphasize that the experiences of beauty and the sublime are experiences that
make it possible for people to see themselves as beings that are always in relation
to each other and the world around us. Both seek to undermine the dualistic
and hierarchical schemes of the sublime and the beautiful. The papcr also aims
to show how these interpretations of beauty and the sublime can provide useful
insights for analyzing and understanding the aesthetic experience of Icelandic
landscapes.